Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 41
41
Barkarstaða. Bleiksá (líklega önnur Deildará hin forna) hefir runníð
fram hjá Bergþórshvoli; síki, sem þar er, ber nafnið enn. Vestan
við f>órólfsfeil er pórólfsá; rennr sömu leið. Gilsá er nú kölluð fyrir
innan pórólfsfell; rennr hún í Markarfljót, og er eflaust hin Deild-
aráin forna. J>essar ár til samans mynda vatnsföllin út með Hlíðinni.
Sandalda sú eða jökulhlaup, sem er fram undanTeigi og nær langt út
með Fljótshlíð, náði áðr inn á móts við Hliðarendaá næstliðinni öld.
enn er nú að innan afbrotin af Markarfljóti; áðr hafði fljótið ekki
grafið sig í þ>verá. P'rá Hlíðarenda er Dímon að sjá í suðr-útsuðr,
og Gunnarshólmi er þar fram af, eða vestr af, langr og mikill hólmi.
Fyrir austan og ofan bœinn á Hlíðarenda er sýnt það svæði, sem
skáli Gunnars á að hafa staðið, eða endi hans út undan húsagarð-
inum. Hinn gamli bœr hefir staðið þar vestr undan. Fyriraustan
Gunnarsskála gengr niðr úr hlíðinni djúpr skurðr eða farvegr, sem
liggr í smábugum, allr grasi vaxinn. f>etta eru þær geilar, sem
sagan talar um. Sámsreitr er að austanverðu á bakkanum nokkuru
neðar. f>etta kemr vel heim við söguna. Traðirnar, sem sagan
getr, hafa verið fyrir ofan túnið að endilöngu og legið heim túnið
að skálanum. J>eir Gizurr hafa komið þvert ofan fyrir utan bœinn
og bundið þar hestana í hvarfi. SáSlandið hefir verið fyrir utan
og neðan bœinn niðr á ‘Aurunum’, sem af er brotið. Frásögnin
um, að Oddkell hafi riðið á Gunnar, kemr vel heim. Akratunga
er fyrir utan bœinn í hlíðinni. Gunnarshaugr er kallaðr hóll eða
holt, blásið öðrum megin, um 20 faðma í þvermál neðst; hann er
lítilfjörlegan stekkjarveg fyrir austan og ofan bœinn. Uppi á hon-
um var nokkur jarðvegr (þúfa) og vörðubrot á. Vestr af er laut,
sem kölluð er Gunnarslág eða Gunnarstraðir. Um 10 faðma niðr
frá Gunnarshaugi er stór steinn, meiri enn mannhæð á hæð, og þó
lengri, kallaðr Gunnarsstemn. þ>ar fyrir austan er þykk og há
jarðtorfa, kölluð Gunnarstorfa. Gunnarshaugr sést ekki frá bœn-
um á Hlíðarenda; er hlíðin þar farin að lækka og lág úr því að
utan; þar af nafnið Hlíðarendi. Akrar heita nú uppi á hæðunum
fyrir ofan bœinn, enn Sáðgarðar fyrir vestan bœinn, enn litlar girð-
ingar sjást.
Miðvikud. 12. ág. fór eg árdegis út að Hlíðarenda, Hafði tvo
menn til vinnu. Fór eg þá að grafa i Sámsreit; fann þar undir
eins hundsbein undir grastorfunni, ekki stór, nokkuð gömul; því
næst önnur yngri og leifar af hinum þriðju. par gróf eg niðr koll-
hæð; fann óreglulega hleðslu, steina höggna úr mógrjóti, ofan úr
jpríhyrningi suma, sem títt er að hafa til bygginga þar í sveit; enn
fremr fann eg ösku, gjall og leifar af kindabeinum. Alt þetta, og
einkanlega hundsbeinin, er frá yngri tíð; þó má vera.vegna afstöð-
unnar, að Sámr hafi þar verið grafinn áðr og öllu sé síðar raskað.
6