Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 110
tto
um 20 faðma á lengd. Að sunnan við lægðina vottar fyrir garði,
enn sá garðr er miklu styttri. Úr norðvestrhorni lægðarinnar, eða
þar sem garðarnir að norðan og vestan koma saman, er glöggr
lœkjarfarvegr til bœjarlœkjar þess, sem nú rennr fyrir sunnan bœ-
inn. Enn ofan af melbarðinu og ofan í lægðina, nokkuru fyrir
norðan hana miðja, sést einnig gamall lœkjarfarvegr. Af öllu
þessu virðast miklar likur til, að í lægð þessa hafi verið veitt »
vatni, og að þar hafi verið sundtjörn til forna. Mannvirly þessi
eru að visu stórkostleg, enn sízt skal eg fortaka það, að hér að
Hofi í Hjaltadal hafi slíkt getað átt sér stað, þar sem hér var sú
stórmenska og höfðingsskapr, að það var langa stund að ágætum
haft. f>essu til styrkingar skal eg geta þess, að í þessarri sömu
ferð fann eg lík vegsummerki að Marðarnúpi í Vatnsdal. Að öðru
leyti skal eg ekki fullyrða neitt um þetta.
þ>að er mál manna, að í kring um hinn bratta og mikla hól,
er bœrinn að Hofi stendr á, hafi verið bygt virki, enn því tilstuðn-
ins telja menn steina, sem víða standa upp úr jörð kringum hól-
inn, enn sem eg get þó eigi séð glögg merki til, að séu settir þar
af mannahöndum.
Rannsókn á Hegranes-þingi 26.—27. ág. 1886.
í austanverðu Hegranesi, skamt upp á sléttlendinu austan í
ásnum, stendr bœrinn Ás. Enn norðr frá ásnum, sem bœrinn
stendr austan f, er sléttlendi alt út að sjá. Fyrir vestan sléttu
þessa, svo sem bœjarleið fyrir norðan Ás, enn nokkuð vestar, er
annar ás, nefndr Garðsás, er bœrinn Garðr stendr austan í. Enn
stuttan stekkjarveg þar fyrir norðan eða utan var hið forna Hegra-
nessþing;. f>ar hagar þannig til, að norðan frá svo köliuðu Krók-
bjargi, sem er skamt fyrir utan eða norðan þingstaðinn, gens;r
bakki eða brekkur í suðr að ofanverðu við sléttlendið að neðan,
sem áðr er sagt. Bakki þessi er auðsjáanlega gamall sjávarbakki,
þvf að rétt niðr undan þingstaðnum er grjóteyri eða gamalt fjöru-
mál, sem liggr í sveig, eins og Garðssandr liggr enn, austr til Hér-
aðsvatna, og eins sést glögt hið sama brimsorfna fjörumál austan
Vatnanna f stefnu við hitt. fetta forna fjörumál er nú kallað
Langihryggr, og er mjög líklegt, að fjörðrinn hafi náð þangað inn
fyrrum, jafnvel á sögutímanum,1 enda bendir nafnið á lendingunni,
1) Sjá Ljósv. s. xxvii. kap.: ísl. forns. i. 229. þar er þess getið, að
Skeggbroddi kom á ferju á þingið.