Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 66
66
Af öllu þessu, sem hér er upp talið, hefi eg tekið þau sýnis-
horn, sem einkennilegust voru.
Tveir af þeim trébútum, sem fundust í baðstofutóftar-grötinni,
eru með sjáanl. mannaverkum; þeir ern líkastir endum af meis-
stuðlum, því að göt eru á báðum, eins og fyrir rimina, og stendr
trénagli í gegnum, eins og vanalega gerist. Báðir duttu sundr af
fúa. Annar þeirra stærri, hinn minni.
Að endingu skal þess getið, að í súrheysgröf, sem grafin var
í sumar norðanvert við húsagarðinn, fanst á þriggja álna dýpi lítill
bútr, sem sýnist vera af litlu hnífskafti, því að líkt er til saman-
burðar á forngripasafninu. Hér gengr járn í milli og kinnar á, úr
mjög smágervu tré og hörðu, og neglt með broznenöglum. Utan
á annarri kinninni sjást stryk til beggja hliða.
Kirkjubœr á Síðu.
Hinn 28. ágústmánaðar kom eg að Kirkjubæjarklaustri á Síðu.
f»ar leitaðist eg fyrst við að rannsaka þessi orð Njálu: „Flosi reið
á fjall frá Kirkjubœ“. Svo er landslagi háttað á Kirkjubœ, að
austan frá á einni, er Stjörn nefnist og rennr nokkuð langt fyrir
austan bœinn, liggja einlægir hamrar vestr eftir alt að Systrastapa,
sem er skamt fyrir vestan Kirkjubœ og er einstakr klettr, ein-
kennilegr mjög. Hvergi verðr hér komizt með hest upp á brún
ina, nema á einum stað, rétt fyrir austan Systrastapa. f>ar liggr
brattr vegr upp hlíðina, enn er upp undir fjallsbrúnina dregr, taka
við brattir klettasvaðar; er vegrinn þar á brúninni mjög tæpr og
liggr fram með gili einu, enn hátt er ofan fyrir. Varla getr þar
riðið nema einn maðr í senn. f>egar svöðum þessum sleppir, taka
við uppi á brúninni brekkur atlíðandi og heldr ógreiðar yfirferðar,
enda er vegr þessi lítt farinn af almenningi. Hér eru því litlar
líkur til að Flosi hafi riðið upp með flokk sinn á fjallið, þar sem
hann átti völ á betra og greiðara vegi vestar, enn var á hraðri ferð,
enda eru Síðuheiðar hér hið efra fremr ógreiðar yfirferðar, með
hæðum og mýrarsundum, enn lækjadrög á milli. Vestr frá Systra-
stapa fara hamrarnir á brúninni að verða minni, og mynda þá
hálsa, er ná alt ofan að Skaftá. Hér má viða fara upp með hesta
og nú á tfmum liggr vegrinn upp hjá bœ þeim, er Heiði nefnist;
þaðan utan á hálsinum vestr að Holti; þá upp Holtsdal, sem liggr
vestarlega á Siðuheiðum, og svo yfir fjall þar að Skaptdrdal. þ»essi
vegr má heita fremr góðr, og segja kunnugir menn hér eystra
hann skemstu leið, er farið er frá Kirkjubœ að Skaftárdal. fað