Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 54
54
arlaginu. Slíkt lag finst svo víða hér á Rangárvöllum í óhreyfðri
jörðu; eg fann það í Dalverjahofinu */a al. og' 3U ak riiðr; eins fann
eg í hoftóftinni á Hofi öskulag grunt og annað mjög djúpt. þ>að
er því áreiðanlegt, að hér er fundin aska úr ostabúrinu í Kirkju-
bœ, þar sem bæði nafnið helzt enn og Njála segir, að það hafi
verið áfast við eldhúsið. Hér af sést, að hvorttveggja hefir verið
frálaust við bœinn, þar sem bœrinn brann ekki og enginn varð var
við það, fyrr enn um morguninn, og þar sem Ijós merki sáust, að
byggingar höfðu verið hér, og rannsóknin staðfesti þetta alt sam-
an. Mannvirki þetta er nú flatt eða slétt að mestu að ofan, líkt
og þar hefði í fornöld verið sléttað yfir. f>að er 2—3 fet á hæð.
Syðri hlið þess er nokkurn veginn bein og glögg og eins fyrir
báða enda, enn hliðin, sem snýr heim að bœnum, er ekki einsjöfn
eða glögg. Mannvirkið er mjög gamallegt að útliti og orðið flatt.
Húsin hafa hér auðsjáanlega staðið saman, eins og sagan segir, og
snúið samhliða, verðr þá stœrðin á upphækkun þessari hœfileg um
50 fet á breidd, og verðr það þá breidd beggja húsanna, enn rúm
60 fet á lengd, sem verðr lengd húsanna hvors fyrir sig. Húsin
hafa verið stór. þ>að er líka tekið fram um Oddkel, að hann var
auðugr maðr og átti nógan mat, þegar aðrir vóru komnir að
þrotum í hallæri. þ>etta alt’ i Njálu fer því svo vel, sem bezt má
vera.
Síðara hlut dags gerði eg nákvæmlega dagbók mína um alt
þetta. Síðan fór eg ofan að Odda um kvöldið. Var þar um
nóttina.
Sunnud. 2. sept. fór eg fyrst upp að Kirkjubœ og þaðan upp
að j>illgskállllll. þ>angað er langr vegr. þingskálar standa
fyrir austan vestri Rangá, langt uppi í héraði, um 4 milur vestr
frá Heklu. Á þingstaðnum er einkar fallegt og svipmikið. f>ar
er ákaflega stór hæð, hryggmynduð, löng á annan veg, sem snýr
i austr og vestr. Hún er öll grasi vaxin; suðr frá eru vellir sléttir
og alt út og niðr að Rangá. Sunnan til i þessarri hæð standa all-
ar búðatóftirnar, ákaflega mikil þyrping. 1811 var bygðr þar bœr
uppi í brekkunni ofan til við búðirnar og sjálfsagt ofan á nokkurar
þeirra. f>essi bœr er nú samt kominn i eyði af sandfoki; hann
er bygðr i Vikingslœkjarlandi, sem nú er löngu í eyði. þingið
i landi þess bœjar. Fyrir sunnan búðirnar hefir brotizt fram á-
kaflega mikið jarðfall og niðr í á. þar vóru áðr sléttir vellir alt
að búðunum; getr verið, að hér hafi verið eitthvað af búðum,
þar sem jarðfallið er. Flestar búðirnar snúa með brekkunni, austr
og vestr; þær eru og flestar með ákaflega þykkum veggjum og
sumum háum, þótt alt sé hér vallgróið.
Mánud. 3. sept. mældi eg búðirnar nákvæmlega.