Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 114
sem eg get eigi annað um sagt, enn að hún hefir snúið í norðr
og suðr.
26. Nokkurum föðmum þar fyrir norðan er búð, 50 fet á lengd.
Breidd verðr eigi ákveðin með vísu, og eigi og, hvar dyr hafi
verið.
27. Rétt fyrir norðan þessa búð er einhver lengja eða búð,
n. 65 fet á lengd, 24 á breidd. Engar dyr verða ákveðnar.
Lengja þessi snýr i austr og vestr og stendr í nokkurum halla.
28. Norðan við búð þessa er önnur lengja eða búð, sem snýr
í norðr og suðr. Virðist hún hafa verið áföst við norðrvegg hinn-
ar nyrðri búðar. Gaflhlaðið sýnist vera nokkurn veginn ljóst. Hafi
hún náð niðr að hinni búðinni, hefir hún verið 76 fet á lengd.
Breidd 18 fet. Dyr sjást eigi.
þ>að má svo að orði kveða, að búðirnar á þessum þingstað séu
nokkurn veginn í prem röðum, sem eru hver fyrir ofan aðra. Að
fáeinum undanteknum snúa búðirnar frá norðri til suðrs, svo sem
raðirnar liggja. Neðsta röðin (nr. 1 —16.) erlang reglulegust. Mið-
röðinni (nr. 17—28.) hefi eg þegar lýst. £>á er eftir að lýsa efstu
eða vestustu röðinni (nr. 2g—45.) og skal eg byrja allra nyrzt.
29. Kemr þá fyrst stór búð, suðvestr undan hinni fyrst töldu
búð, í neðstu röðinni. Lengd 57 fet, breidd 24 fet. Dyr verða
eigi ákveðnar, enn hafa sannsýnilega verið á eystra hliðvegg
sunnan til.
30. Svo sem 3 faðma i útsuðr frá hinni síðasttöldu er búð,
sem snýr eins í norðr og suðr. 38 fet á lengd, að því er mælt
verðr, enn 19 fet á breidd. Dyr verða eigi ákveðnar, með því að
búðin er mjög niðr sigin.
31. Svo sem 10 faðma í landsuðr hér frá er búð. Norðr-
hluti hennar er mjög óglöggr. Lengdin mun þó hafa verið 65—
67 fet. Breidd 24 fet. Dyr verða eigi ákveðnar.
32. Nokkura faðma i landsuðr hér frá er búðarkumbaldi mjög
lítill, ferskeytr, um 24 fet á hvern veg, að því er mælt verðr.
Stendr hann millum raðanna og er auðsjáanlega ein af yngri búð-
unum.
33. Vestr frá nefndum kumbalda, ofarlega í efstu röðinni, er
glögg búð enn gamalleg. Lengd 56 fet, breidd 24. Dyr á austr-
vegg suðr við gaflhlað.
34. Lítið sunnar og neðar er búð, 47 fet á lengd á mið gafl-
hlöð, þvi að útbygging er við norðrenda, enn önnur búð að sunnan.
Breidd um 23 fet. Dyr virðast hafa verið á eystra vegg við
nyrðra gaflhlað. Skörð eru í miðja báða hliðveggi, enn þar hafa
þó aldrei dyr verið, því að þar hlutu öndvegin að vera, sem kunn-
ugt er. Sýnir þetta meðal annars, hvað valt það er að ákveða