Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 10
IO
þar sem sagan getr um stefnufarir innanhéraðs í ýmsum smærri
málum ; það hefði og verið örðugt að koma þeirri ferð fram og
enda hættuför mikil,að voga sér svo langan og torsóttan veg í hendr
óvinum sínum, þar Flosi var bæði ríkr og fjölmennr i héraði og
sveifst einskis í þeim málum; hann hafði og þar að auki alla
brennumenn hjá sér, sem vóru um tiu tigir. f>að er þvi auðsætt, að
nýmælið um að lýsa sökum á þingi, hefir verið lögtekið á tíma-
bilinu q8i—1012, og er sjáanlegt, hverjar orsakir hafa legið til
þessa.
í stefnuförum heim á heimili manna urðu oft mörg víg og þar
af leiðandi málaferli, og stundum enn meira ilt. f*egar Blundkatli
var stefnt, varð víg, sem mjög óheppilega kom við ; þar af hlauzt
brennan, og alt það mikla mál, ásamt fleiri vígum, Hœnsa-þóriss.,
bls. 147—152, o.s.frv. þegar þorbergr frá Mývatni stefndi Glúmi
Geirasyni (Reykdœlas., bls. 286—287), féllu 5 menn, og byrjaði bar-
daginn, þegar stefnuna hóf. þ>egar þ>orbjörn digri stefndi fórarni
svarta — sem var byrjunin á þessum málum, sem hér eru umtals-
efnið — féllu margir menn og þ>orbjörn sjálfr (Eyrb. bls. 22—24.)
f>etta vóru nú reyndar alt upplognar þjófsakir, er á þá stefndu
vóru bornar. Enn hér hefði farið eins, þegar þeim þ>órarni var
stefnt fyrir vígsakirnar, er hér rœðir um, hefði Arnkell ekki heft
menn að óhöppum, þvi hann var maðr, sem vildi hlýða lögunum,
og hafði þau í virðingu, enn beitti þeim til hins ýtrasta með krafti
miklum.
Hér var því hin mesta nauðsyn til, að gera það nýmæli, að
lýsingar á sökum á þingum gætu komið fyrir stefnur að heiman,
því á þingum var ekki hætt við að þannig fœri, við það fjölmenni
sem þar var. þ>að verðr þannig ljóst, að Eyrb.s. gefr óbeinlínis
upplýsingar um mjög merkilegt nýmæli, og er þetta eitt meðal
annars, sem sýnir hinn forna aldr sögunnar.
Onnur breyting á lögum var á þessu áðrtalda tímabili, nefnil.
eftir víg Arnkels 993, Eyrb. bls. 69 : „En með því, að eptirmál
varð eigi svo sæmilegt, sem líkligt þótti um svá mikinn höfðingja
sem Arnkell var, þá færðu landstjórnarmenn lög á því, at aldri
síðan skyldi kona vera vígsakar aðili, né yngri karlmaðr en XVI
vetra, ok hefir þat haldizt jafnan síðan11.1 f>annig talar þá Eyrb.
um tvö nýmæli í lögum, sem gerð vóru, og hvergi eru nefnd
annarstaðar, eða nær þau urðu, og það svo forn, að annað er frá
því fyrir 1000, og hitt—ef ekki frá líkum tíma—þá litlu síðar. þ>etta
virðist ljóslega sýna, að minna djúp er staðfest milli þessara við-
1) Sjá V. Finsen: Grágás I. a, bls. 167, I. b, 48, II. 177, 334,
III. 579.