Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 118
'skóginn’, og er önnur þeirra enn í dagf kölluð Vagnbraut eða Ak-
braut. Liggr hún upp frá Kolbeinsárósi og yfir skóginn utarlega
á leið til Hóla í Hjaltadal, og er almæli, að Hóla-byskupar hafi
látið aka eftir henni heim til staðarins.
Borgarsandr, þar er Kráku-hreiðarr sigldi upp til brots (Landn.
bls. 192) liggr fyrir vestan Hegranes fyrir fjarðarbotninum alt vestr
að Sauðárkróki. þ>ar er brimasamt og útgrunt.
Gönguskörð heita sunnan og vestan undir Tindastól, og liggr
þar vegr gegn um fjöllin vestr í Húnavatnsþing. Göuguskarðsd
fellr í sjó rétt fyrir utan Sauðárkrók. Áin er fremr lítil og ósinn
hefir hlotið að vera alt öðruvís enn nú, hafi fornmenn getað haft
þar skip sín. Enn líklegast er, að höfnin hafi verið á Sauðár-
króki, sem er skamt frá ánni fyrir innan nesið, og er þar allgóð
höfn.
Skálamýri (Landn. bls. 192) heitir enn einhversstaðar í Reykja-
tungunni. Eiríkr í Goðdölum hefir gefið Hreiðari þvert yfirTung-
una milli Jökulsár og Svartár. í takmarki þess landnáms eru
margar jarðir. Mælifell, er Hreiðarr kaus sér að deyja í, er að
vestanverðu, rétt á móti Tungunni.
Rannsóknir í Vatnsdal 1. og 3. sept. 1886.
pórdísarliolt nefndi Ingimundr hinn gamli þann stað vestan-
vert við Vatnsdalsá, er pórdis dóttir hans var alin (skömmu eftir
890).1 J>að örnefni er nú týnt, enn aftr eru önnur örnefni höfð
enn í dag, er sýna, hvar sá atburðr hafi orðið. Fyrir framan og
sunnan Vatnsdalshóla, er slétt grund rétt við hólana, ergengrniðr
að vatninu (Flóðinu), og heitir þórdísareyri. Að norðanverðu við
grundina fellr lœkr úr vestri, úr töluvert djúpum farveg upp frá.
er heitir þc'<rdísarlœkr2. Syðsti hóllinn og einn af hinum stœrstu
vestanvert við alfaraveginn er nefndr þórdísarhóll. Á þessum
stöðvum hefir Vigdís kona Ingimundar orðið léttari, er þau vóru á
leið vestan úr Víðidal, og kemr það vel heim.
Faxahrandsstaðir er án efa bœr Faxabrands, er Ingimundar
synir gistu hjá, nóttina áðr enn þeir fóru til hólmstefnu vestr í
1) Vatnsdœla: Eorns. Lpz. 1860, bls. 26 sbr. Landn., útg. 1843,
bls. 175.
2) í Vatnsd. (1. c.) segir: nþórdísarlœhr fellr vestan úr miðju vatni«
sýnist svara til ,Urðarvatns‘), en naumast er það rétt mál, enda hefir
Melabók (Eorns. bls. 191) á þeim stað: »þormóðslcekr fellr úr vatninu