Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 56
56
er hér bygði fyrstr bœ 1811, og bjó hér fram yfir 1850. þessar
tvær búðir eru næstar eystra kálgarðinum.
Suðr af þessum tveimr síðasttöldu búðum, með 2 föðmum á
milli, sést enn fyrir búð (g.), sem lika hefir snúið frá austri til
vestrs; allr vestrpartr búðarinnar er upp tekinn og borinn í burtu;
eystra gaflhlaðið sést glögt; lengd búðarinnar verðr samt ákveðin
með nokkurn veginn vissu, 45 fet. Breidd eða dyr sjást ekki.
Beint vestr af þessari síðasttöldu búð, með 3 faðma millibili,
er mjög stór búð (10.) og einkar glögg, 57 fet á lengd og 25 fet
á breidd. Dyr sjást glögt á hinum syðra hliðvegg nær eystra
enda. Við hinn nyrðra hliðvegg við eystra enda búðarinnar á
móti dyrunum hefir auðsjáanlega verið útbyeging út úr búðinni,
og eru glögg dyramerki á hliðveggnum milli hennar og búðar-
innar.
Við vestra gaflhlað þessarrar búðar sýnist vera sem endi af
búð (11.), enn er miklu lægri, og mjög niðrsokkin og óglögg.
J>etta sýnist vera brot af hinni fornari búð, þannig að hin stóra
og háa búð hefir verið bygð ofan í hana að nokkuru leyti.
Fjórum föðmum vestr undan gaflinum á þessu búðarbroti hefir
staðið önnur búð (12.), svo mjög niðrsokkin og óglögg, að hvorki
verðr með vissu ákveðin lengd hennar né breidd, og er hún þó ein
af þeim fornustu.
í suðr frá búðarbrotinu, með 2 faðma millibili, er enn búð{13.)
með háum veggjum; hún snýr í norðr og suðr, og er 53 fet á
lengd og 25 á breidd; dyr á hinum eystra hliðvegg miðjum, þó
heldr nær hinum nyrðra enda.
Fast við hið syðra horn þessarrar búðar kemr enn búð(i^.), og
snýr frá austri til vestrs; hún er 50 fet á lengd og 22 fetábreidd;
bæði gaflhlað og hinn syðri veggr er mjög hátt, því að þar ergrund-
völlr búðarinnar hærri enn undir norðrveggnum, enda er hann
miklu lægri og óglöggvari. Dyr hafa verið út úr honum miðjum
til norðrs. þessi búð er hin neðsta í brekkunni og næst hinu stóra
jarðfalli, er liggr fyrir neðan túnið.
Sjö til átta föðmum vestar sýnist votta fyrir litilfjörlegri upp-
hækkun eða lítilli búð (15.), sem þá hefir snúið f norðr og suðr.
Hún er rétt á jarðfallsbakkanum. Svo sem 3 föðmum ofar enn
hið síðasttalda er ákaflega löng upphækkun eða mannvirki (16.),
hið lengsta og stœrsta fyrir austan traðirnar. J>etta hefir því varla
getað verið ein búð, heldr búðir hlaðnar hver ofan á aðra, sem
staðið hafa saman. Upphækkun þessi verðr ekki fullkomlega
sundrdeild, enn öll hennar lengd er 94 fet og nær vestrendi henn-
ar fast í traðarvegginn, enn breidd þessa mannmirkis um miðjuna,
þar sem það er hvorki mjóst né breiðast, er 26 fet. Mér virðist