Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 115
dyr alstaðar, þar sem skðrð sjást í veggi, þegar það er á óeðlileg-
um stað.
35. par sunnan við er búð áföst við þessa, 35 fet á lengd,
23 fet á breidd. Dyr eru glöggvar á eystra hliðvegg við norðr-
gaflhlað.
36. Samhliða þessarri búð að vestan er búð, þó ógleggri.
Virðist vera af sömu lengd og breidd.
37. Fyrir vestan þessa búð verð eg að álíta að búð hafi ver-
ið. Lengdin mun hafa verið um 70 fet. Meira verðr eigi ákveð-
ið. fessar 2 eru upp úr (vestr úr) röðinni.
38. Niðr og austr undan þessum 3 síðast töldu búðum er búð
milli raðanna, er snýr í austr og vestr. Lengd 41 fet, að því er
sést, því að eystri endi er óglöggr. Breidd 21 fet. Dyr verða
eigi ákveðnar.
39. Suðr af nr. 35, sem er rétt í röðinni, sýnist hafa verið
búð, áföst við hana, enn hún er orðin svo óglögg, með því að líka
vel getr hafa verið stungið upp úr henni í hið áðrtalda gerði, sem
þar er rétt sunnan við. Get eg því eigi meira um hana sagt.
40. í sömu röð, enn inni í gerðinu, er búð, 30 fet á lengd
á mitt syðra gaflhlað, því að þar sýnist verið hafa útbygging sunn-
an við. Breidd 20 fet. Dyr á eystra vegg við nyrðra gaflhlað.
41. þ>ar fyrir sunnan, enn lítið austar, er stór búð með ákaf-
lega digrum og útflöttum veggjum. Lengd 54 fet á mitt syðra
gaflhlað; breidd, að því er séð verðr, 26 fet. Dyr verða ekki á-
kveðnar með vissu. •
42. par suðr af er áföst búð, eins ásigkomin. Hún er 33 fet
á lengd. Breidd virðist tæplega sem á hinni. Dyr verða eigi á-
kveðnar, enn talverð lægð er í hinn eystra hliðvegg við syðra
gaflhlað.
43. |>ar niðr undan er stekkjarbrotið í gerðinu, sem áðr er
nefnt. Hér undir er mikil upphækkun, og mun því óhætt að full-
yrða, að hér hafi búð verið sem áframhald af búðaröðinni suðr
eftir, þar eð hér er alt ein búðalengja.
44. Sunnan við stekkjarbrotið er búð í sömu röð, með mjög
útflöttum veggjum. Lengd 40 fet á mitt syðra gaflhlað, breidd 26
fet. Dyr verða eigi með vísu ákveðnar.
45. Suðr af þessari búð er áföst búð, mjög stór, með ákaflega
útflöttum veggjum. Lengd 67 fet. Breidd er að vísu eigi allhœgt
að ákveða. J>ó mun hún hafa verið í minsta lagi 26 fet. Dyr
hafa verið á eystra vegg sunnan til. — f>essi er hin syðsta suðr
við gerðið, og hefir verið hér mikil búðalengja af fornum búðum,
hver suðr af annarri. — þ>á má enn nefna 3 einstakar búðir.
46. Langt suðr undan þessarri búðaröð, í útsuðri frá hinni
- 15*