Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 84
84
því að þeir Kolbeinn ungi munu þá hafa verið komnir í flasið á
þeim. Er þá eðlilegt, að hann hafi snúið upp eftir hæðinni sunn-
anverðri og' upp í gerðið, því að þar var næst að ná í stað, sem
gæti þó að nokkuiu stutt sem vígi.
þ>ar sem segir um Kolbein unga og lið hans: „ok fóru þeir
nær hlíðinniíl (bls. 378, 8), þá er þar eigi átt við fjallshliðina,
heldr er ‘hlíð’ þar sama og hallinn norðvestan á og niðr af svo
nefndri Helhiborg. Hún er í suðlandsuðr upp frá Viðivöllnm, og
er klettaborg, er liggr frá norðri til suðr.s. Að austan og sunnan
eru klettar, enn hallar norðr og vestr af. Hefði þar verið allgott
vígi fyrir þá Sturlu, ef þeir hefði getað náð þangað, enn þess var
enginn kostr.
Um Sighvat bónda, er gist hafði á Sólheimum, segir (bls. 374^):
„Sighvatr reið þá ofan með (hlíðinni ok: P) fjallinu með sitt Iið“.
Hefir hann þá riðið fyrir ofan Helluborgina ofan með brekku þeirri,
er þar verðr út frá Miðskytju neðan við fjallsrœtrnar.
Svo sem áðr er sagt, er Miklibœr stutta bœjarleið fyrir utan
Víðivöllu. f>ó er lítill bœr á milli sunnan við túnið á Miklabœ, er
heitir Vfkrkot (eða Vikarkot). En Sólheimar, þar sem Sighvatr
var, eru ofar í hlfðinni f suðlandsuðr frá Víðivöllum, hér um bil
hálfu lengra þaðan enn Miklibœr. f>ar er líka bœr á milli vestan
við Helluborgina, sem heitir Hella. Aftr er Miðskytja örstutt í
austr frá Sólheimum nær fjallinu, þar er Markús var og Meðalfells-
strendingar, og er eðlilegt, að Sighvatr hafi riðið þangað upp með
menn sína, og svo þaðan ofan með fjallshlíðinni, því að þá komu
þeir ekki f Ijós, fyrr enn þeir komu beint ofan á Víðivöllu, og
áttu hœgast með að sjá þaðan, hvar þeir Sturla höfðu staðar
numið.
Svo er sagt um Kolbein Sighvatsson (bls. 3787_________9) að „Kol-
beinn Sighvatzson, ok megin-flóttinn, nam stað undir hlíðinni á
grjót-hörg miklum (nokkurum: B.)“. Sá grjóthörgr eða grjóthaugr
stendr uppi á brekkunni upp frá Orlygsstöðum, undir sjálfri fjalls
hlíðinni að sjá þaðan. f>ar eru grjóthæðir og ein langmest, og er
mjög gott að sjá þaðan ofan á Orlygsstaði.
f>ar sem þeir Gísli af Rauðasandi og Tumi Sighvatsson „flýðu
á fjall upp“ (bls. 37817), þá hafa þeir hlotið að flýja upp Miðskytju-
dal, er nú heitir Miðsitjuskarð, og er beint upp undan Orlygsstöð-
um, því að beggja vega eru þar hamrafjöll ófœr. Að vfsu liggr
þar enginn vegr yfir, og er eigi greiðfœrt. þ>ó má vel fara þar
upp með hesta. Hafa þeir síðan einhvern veginn klöngrazt þar
norðr af til Eyjafjarðar.
Næstu nótt fyrir Orlygsstaða-fund vóru þeir Kolbeinn ungi og
Gizurr forvaldsson við Reykjalaug (bls. 3728). Sú laug er vestan