Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 13
13
upp halda af sjálfs síns kostnaði, svá at eigi hrörnaði, og hafa inni
blótveizlur“.
Sé nú Eyrb. fyrst rituð um 1250, þá eru það um 870 ár, sem þessi
hoflýsing á að hafa geymzt f manna minnum, og er sá tími svo
afarlangr, að það sýnist með öllu ótrúlegt; enn einungis væri
það hugsanlegt, ef bæði þetta og annað, sem er um 250 ára,
eða meira eða minna þar yfir, hefði geymzt í kvæðum; enn þar
vantar sannanir fyrir um vorar íslenzku sögur yfir höfuð; enda
væri þetta í mótsetningu við það, sem segir í þeim merkilega for-
mála fyrir Ólafss. helga; þar þykir höf. tvö hundruð ár langr
tfmi, og jafnvel tfrœð, eins og mætti skilja það. þ>ar að auki
hygg eg, að menn um miðja 13. öld hafi verið farnir að missa á-
huga og tilfinningu fyrir, að fara þá fyrst að reyna að grafa upp
hoflýsingar og um blótsiðu, þegar klerkavaldið og þeirra kreddur
vóru búnar að festa rœtr f hugum manna, og slfkt var nær kom-
ið á hæsta stig, enn láta þó þetta ógert alla 12. öldina, meðan
þjóðin þó yfir höfuð lifði f friði, að minsta kosti langt fram eftir
henni, og ritaði þá svo margt og mikið um annað efni, <sem var
þýðingarminna, og minni fróðleikr í. Slíkt verðr ekki skiljanlegt.
þ>etta gildir nú f heild sinni um höfuðviðburði og ættir f vorum
merkari sögum, eins og eg hefi áðr á vikið. þ>egar vér nú athug-
um hoflýsingu þessa ennfremr, sem eg hefi einungis tekið hér sem
lítið dœmi, þá er það ljóst, að söguritarinn er að lýsa, hvernig
þ>órólfr mostrarskegg bygði hofið, og hvernig það leit út hið ytra
og innra, því hann segir: „þ>ar lét hann reisa hof mikið,“ o. s.
frv.; hann segir og áðr, bls. 5: „Hann (þórólfr) tók ofan hofit (í
Mostr) ok hafði með sér fiesta viðu, þá er þar höfðu verit, ok svá
moldina undan stallanum, þar er f>órr hafði á setit“. þ>ar að auki
er hér talað um „reginnaglana,“ sem hvergi eru annarsstaðar
nefndir í vorum fornsögum. Hoflýsing þessi ber það þvf með sér,
að því er séð verðr, að sá er ritaði, hefir fast f huga hof þ>órólfs
mostrarskeggs, eða hvernig hann bygði það, og bendir þetta ekki
á 13. aldar tilbúning. Vér höfurn fáar hoflýsingar í sögum vor-
um; þessi sýnist vera ein sú réttasta og bezta; vera má, að eitt-
hvað f sumum hinna kunni að vera nokkuð aflagað, enn það er þá
síðari tfma afriturum að kenna, enn engar þeirra, sem þýðingar-
verðar eru, held eg séu fyrst ritaðar á 13. öld, þvf það væri næsta
ólíklegt. þ>annig mætti nú halda áfram að sýna dœmi úr fornsög-
um vorum til sönnunar þessu efni, sem hér rœðir um, enn áðr enn
eg skilst við Eyrbyggjas. hér að sinni, skal nokkuru viðauka um
lögin sem áðr sagt.
Lög og málsóknir ganga svo að segja gegnum allan megin-
hluta Eyrb., alt fram yfir daga Arnkels goða, því hann var einn