Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 129
129
io. öld hafi sett þing á Valseyri, áðr enn f>órðr gellir kom fram
með nýmæli sitt um lögákveðin héraðaþing1, því að þetta hefir
framan af verið höfuðþing Vestfirðinga. Með því að hafa þar
þing, var ísfirðingum gert hœgt fyrir, með því að þeir gátu á
skömmum tíma farið yfir Hestfjarðarheiði ofan í Dýrafjarðarbotn.
f»ar uppi heitir þinghóll og þingvötn. Sumir gátu og farið upp úr
Mjóvafjarðarbotni yfir Glámu ofan i Dýrafjarðarbotn. Á undan ný-
mæli þ>órðar gellis mun Valseyrarþing hafa verið aðalþingið á
Vestfjörðum, enda er það næsta sennilegt, að þótt eg hafi eigi
fundið þar nema 18 tóftir eða mannvirki, þá hafi þau verið þar
miklu fleiri, sökum þess að hin ákaflega breiða skriða hefir eigi
að eins sópað burt sumum hliðveggjum og göflum þeirra tófta, er
enn sjást, heldr og jarðvegi öllum bæði fyrir utan og innan tóft-
irnar, alt ofan i sjó, enn fylt alt upp aftr með stórgrýti, og eigi
myndi vera sennilegt, að náttóran hefði í öndverðu sett þau tak-
mörk, enn skriðan hefði enga tóft af brotið, enda er i munnmælum,
að skriðan hafi margar búðartóftir af tekið á efri skriðunni. Enn
hvernig sem þessu er varið, þá hefi eg fundið þar svo margar
búðir, að þær eru fleiri enn á flestum öðrum þingstöðum, er eg hefi
rannsakað, að fáeinum undantöldum. Eg lýsi yfir því, að þetta er
hinn langfornlegasti þingstaðr, sem eg hefi komið á. Enn fremr
skal þess getið, að eg fann ákaflega fornan niðrsokkinn túngarð
fyrir ofan og utan, alt ofan að fjöru. Nálægt tóftum þeim, sem
eru fyrir utan Valseyri, hefir verið býli í fornöld með umgirtu húsi,
og það er hið eðlilega, því að þannig var að jafnaði nálægt hinum
fornu þingstöðum. þar sem tóftir þessar eru nú, er stekkrinn frá
Innra-lambadal.
Af því sem framan er ritað, þykir auðsætt, að rannsókn dr.
B. M. Ó. hafi mest komið fram í þvf, að fara eftir rannsókn minni,
og hefir hann að öllu samtöldu komizt að þeirri sömu niðrstöðu og
eg hafði áðr skýrt frá í rannsóknum mínum um Valseyri, enda
þóttist eg hafa gengið svo frá þeirri rannsókn, að hverjum
manni væri hœgt að finna búðirnar eftir Árbókinni, sem
og sýndi sig að nokkuru leyti í því, að annar fylgdarmaðr minn, er
þangað fór með mér nú, las sig alveg rétt, búð frá búð, með Ár-
bókina í höndum, í sömu röð og búðirnar eru þar taldar, án þess
að eg benti honum á eina einustu þeirrra2.
1) Að héraðsþing lögákveðin sé eldri enn nýmæli þórðar gellis er víst
vafalaust, svo sem Yilhjálmr Finsen hefir rök til leitt. (Isl. frist. Instit.)
E. Ö. B.
2) Til áréttingar rannsókn þessarri og sönnunar máli mínu, leyfi eg
mér að tilfœra hér skýrslu fylgdarmanna minna þar um, svo látandi:
•þessa framanrituðu frásögu umrannsókn herra fornfrœðings, Sigurðar
>7