Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 131
ekki verkfœralaust. Steinar þessir sjást glðgt í öllum veggjum hið
ytra, og þó einkum í neðra hliðveggnum og báðum gaflhlöðum, svo
að eigi hefi eg í nokkurri tóft séð jafnmarga og stórkostlega
steina. þ>ar að auki, svo sem áðr er sagt, halda hleðslurnar sér á
sínum réttu stöðvum, enn það veldr því, að grundvöllrinn er allr
undir tóftinni úr hörðum mel og klöppum, svo að grjótið hefir
ekki getað niðr sígið eða gengið úr lagi að mun. Tóftir þessar
snúa eins og hinar áðrnefndu tóftir nákvæmlega í austr-
landsuðr og vestr-landnorðr. í landnorðrenda tóftarinnar er afhús
og er veggr í millum, enn til óhamingju hefir á seinni tíðum verið
bygðr lítill hesthúskofi í afhúsinu í horninu við millivegginn, þeim
megin sem snýr upp að brekkunni, en nær ekki nema út i
miðja tóftina, enn það hefir þó verið nóg til þess, að það hefir að
nokkuru leyti spillt milliveggnum, þannig að hliðveggr kofans hefir
staðið ofan á nokkuru af milliveggnum og stungið hefir verið sjá-
anlega stórt skarð úr milliveggnum upp í kofann. Sá kofi er nú
löngu fallinn niðr og vallgróinn, enn milliveggrinn er þykkr og
glöggr og samkvæmt því sem eg hefi fundið í öðrum hofum, og
engar dyr á. Oll lengd tóftarinnar er nákvæmlega mæld 63 fet.
f>ar af er aðalhúsið 36 fet, en afhúsið 27 fet. Breiddin er 31 fet,
og er þetta mælt við hleðslusteina, sem sjáanlega hafa aldrei
haggazt úr sínum upphaflegu skorðum. Tóft þessi heitir enn í dag
Móttóft, og hefir svo nefnd verið, svo lengi sem menn til vita.
J>etta er og án efa rétt, því að tóft þessi hefir flest eða öll aðal-
einkenni hin sömu sem aðrir þær hoftóftir, er eg hefi áðr rannsak-
að, og mér er óhætt að fullyrða, að hér sé hoftóft. Eg fékk mér
2 menn að rannsaka tóftina hið innra og dyr hennar, og einkan-
lega gólfið. Austan til í miðju afhúsinu gróf eg niðr gröf, 5 feta
á hvern veg og um 1 lj2 fet á dýpt. f>ar tók við beinhörð möl
þegar fyrir neðan jarðlagið. í gröf þeirri fann eg mikið af viðar-
kolaösku og viðarkolum, og var það víst um 2 þuml. þykt lag á
einum stað. Síðan gróf eg aðra gröf út undan þessarri rétt við
millivegginn af líkri stœrð, enn heldr mjórri, og fann eg þar enn
viðarkol og ösku. Síðan gróf eg hina þriðju gröf til hliðar, nær
hinum neðra hliðvegg. Sú var nokkuru minst, enn báðar voru
grafir þessar jafndjúpar hinni fyrstu ofan í möl, þvi að eigi varð
lengra komizt, enda þurfti eigi lengra. J>ar fannst enn nokkuð af
viðarkolum, enn minst. J>á er þessu var lokið, fór eg í afhúsið
og lét grafa þar gröf, nær 4 fet á lengd, enn lítið eitt mjórri.
þ>essi gröf var tæp 2 fet á dýpt, því að eg komst það lengst niðr.
Gröfin var í miðju afhúsinu rétt við millivegginn. í henni fann eg
ekki vott af neinu, sem einkennilegt var. þ>á gróf eg enn gröf út
undan þessarri í miðju tóftarinnar rétt út við gaflhlaðið. Hún var
17*