Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 127
standa, svo að hún væri til sýnis; enn þetta hafa líklega verið
steinar, sem hafa legið á víð og dreif um tóftina, og hafa
fallið úr hinum upprunalegu hleðslum. Hér er því um ekkert ann-
að að rœða enn hið sama og eg var áðr búinn að rita. Tóftin er
enn i dag auðr ferhyrningr með engri afdeilingu og skilrúmalaus.
að þvi er næst verðr komizt. Að endingu skal eg geta þess, að
tóft þessi hefir hin fornlegustu einkenni, sem nokkur forntóft getr
haft. Tóftin er alveg að kalla blásin burt og er slétt með jörðu,
nema fyrir steinalagi sést í öllum veggjunum, og þar með að eins
myndin, sem og getr eigi öðruvísi verið í svo grunnum jarðvegi.
Meira verðr eigi sagt um einkenni þessarar tóftar.
þ>á komum vér að tóftinni nr. 7. (Árb. 1883 bls. 1116 sbr. Árb.
1884—85, bls. 828). Dr. B. Ó. M. rengir málið á tóftinni, að hún
sé 40 fet á lengd og gizkar á, að það sé ritvilla. Enn svo er ekki.
Vér reyndum með mörgu móti til þess að fá út lengdarmál dr. B.
M. Ó., o: 48 fet, enn það var oss ómögulegt, því að öll kennimerki
vantaði til þeirrar lengdar. f>ar með er því máli lokið.
í Árb. 1883 (bls. io32) hefi eg minnzt á 2 búðir (nr. 2 og 3),
„sem eigi verða mœldar sökum afbrots.“ þessu mótmælir dr. B. M.
Ó. („Árb. 1884—85, bls. 8“) og skýrir frá breidd þeirra beggja.
Enn eg hefi haft rétt fyrir mér. Á annarri sést hornið nokkurn
veginn, enn þar er ytri hleðslan alveg af brotin. Sama er að
segja um efra hliðvegginn á hinni tóftinni, því að fullkominn helm-
ingr hans er af brotinn að endilöngu. f>etta athugaði eg enn af
nýju ásamt báðum fylgdarmönnum mínum.
f>ar sem dr. B. M. Ó. talar um „hina einkennilegu,, kringlóttu
tóft (Árb. 1884—85, bls. 1814 sbr. Árb. 1883 bls. io34), þá er hún
í raun réttri ekkert einkennileg, eða að nokkuru frábrugðin hinum
vanalega kringlóttu fjátbyrgjum, því að annað hefir hún aldrei ver-
ið, enda mun það hafa verið í sögnum til þessa dags, af þarver-
andi kunnugum mönnum gömlum. Hann kveðst hafa grafið ofan í
tóft þessa 4 grafir. Ein er að vísu stœrst, því að ofan í hana getr
maðr stigið tveim fótum senn; svo er hún víð. Hinar sjást nú eigi
nema með skarpri eftirtekt, og þykir mér nær sanni að kalla þetta
litlar holur enn grafir. Eg víkkaði út stœrstu holuna, til þess að
kanna jarðveginn. Eru þar að vísu alls engin kennimerki til gólf-
skánar, svo sem dr. B. M. Ó. tekr fram, og moldin er harðla lík
þeirri, sem er í ferskeytta mannvirkinu, svo að eigi má í milli sjá.
Enn þótt lömb hefðu stöku sinnum verið rekin í tóft þessa, og það
sárfá, þá gat naumast verið um gólfskán að rœða eftir langan
aldr.
Hið eina sem dr. B. M. Ó. hefir í rauninni leitt í ljós með rann-