Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 8
8
an vetrinn. „Flutti þat Oddr Kötluson, at Geirríð mun hafa
riðit honum“, og flestir hugðu svo væri. „þ»etta vár um stefnudaga
reið forbjörn í Mávahlíð, ok stefndi Geirríði um þat, at hon væri
kveldriða, ok hon hefði valdit meini Gunnlaugs1. Málit fór til
J>órsnessþings ok veitti Snorri goði porbirni mági sínum, enn Arn-
kell goði varði málið fyrir Geirríði systur sína. Tylftark.viðr átti
um at skilja, enn hvárrgi þeirra Snorra né Arnkels þótti bera mega
kviðinn fyrir hleyta sakir við sækjanda og varnaraðila; var þá
Helgi Hofgarðagoði kvaddr tylftarkviðar, faðir Bjarnar, föður
Gests, föður Skáld-Refs. Arnkell goði gekk at dómi, ok vann
eið at stallahring, at því, at Geirríð hafði eigi valdit meini Gunn-
laugs. J>órarinn vann eið með honum ok x menn aðrir, enn eftir
þat bar Helgi af kviðinn ok únýttist málit fyrir þeim Snorra ok
forbirni ok fengu þeir af þessu úvirðing“. Hér er lýst málssókn
sem ekki kemr heim við Grágás, enn þetta er svo langt frá að
veikja gildi sögunnar, að það einmitt sannar, að sögusögnin um
málssóknirnar hlýtr að vera áreiðanleg og alls ekki neinn síðari
tíma tilbúningr. Eiðr þeirra Arnkels er sjáanlega sarnkvæmr
fornum lögum, er síðar hafa gengið úr gildi.
Ulmælinu um Geirríði var þannig hrundið einungis með krafti
laganna, þó bæði ríkr maðr og lögkœnn væri í móti; er þetta
vottr þess, að menn þá bæði treystu bezt lögunum, og kunnu að
fœra sér þau i nyt; og er þetta næsta ólíkt því, sem átti sér stað
um miðja 13. öld, eða kemr fram í ritum þeim, sem fyrst eru gerð
á þeim tíma. Sýnir þetta eitt með öðru, af hvaða bergi Eyrb.
hlýtr að vera brotin. Tylftarkviðnum er lýst í Grágás sem öðru
þýðingarmiklu lagaatriði2.
Vígsök porbjarnar digra og þeirra, er með honum féllu, var
sótt að lögum á þingi eins og sagt er frá að tíðkaðist í vorum
1) þeir sem £óru með eða álitið var að fœri með slíka forneskju,
eða seið og galdr, vóru í heiðni ófriðhelgir og jafnvel ólífismenn. Har-
aldr hárfagri lét brenna inni Rögnvald réttilbeina son sinn með 80 seið-
manna, af því hann «nam fjölkyngi ok gerðist seiðmaðr», Heimskr. bls.
75. þorgrímr nef var fullr af gjörningum og «seiðskratti»; hann var bar-
inn grjóti í hel og Auðbjörg systir hans, Gíslas. Súrssonar bls. 18 og
bls. 34, og eins er það í seinni sögunni. Kotkell og alt hans lið var
drepið fyrir fjölkyngi og seið, Laxds. 152—154, og sömu urðu afdrif
Odds og Kötlu, enda var hún ekki við «alþýðuskap», og fór með ein-
hverju fjölkyngi, eins og á sögunni sést, og líklega hefir hún valdið meini
Gunnlaugs, eða þau Oddr; eg segi ekki með gjörningum, heldr á ein-
hvern eðlilegan hátt. í Grág. kb. kristinrétti 7. k. varðar það skóggang
(ólífissök), að fara með fordæðuskap, og margt er þar fleira bannað sem
fjölkyngi við kemr; þessi lög álíta allir, sem þar á hafa þekkingu, að vísu
frá heiðni, og upptekin í kristinrétt, enn ef til vill eitthvað breytt eða aukin.
2) Sjá V. Finsen, Grágás III., undir: «kviðr», 632. bls.