Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 55
55
Austast, lengst upp með hæðinni í útsuðr niðr frá þar sem
varðan er og hæðin er hæst, sem sumir kalla þinghól, er búð (i.)
sérstök, mjög niðr sokkin, snýr frá austri til vestrs, eða með brekk-
unni; hún er 35 fet á lengd og 20 fet á breidd; dyr sýnast hafa
verið á syðri hlið undan brekkunni; sjást óglögt.
þrettán föðmum vestar er önnur búS (2.), mjög niðr sokkin,
52 fet á lengd, 20 fet á breidd; vestra gaflhlaðið er hátt; dyr líta
helzt út fyrir að hafa verið á vestrgafli við hliðvegginn.
Fjórtán föðmum vestar er búð (3.), mjög niðr sokkin, 51 fet
á lengd, 20 fet á breidd; dyr á syðra hliðvegg vestarlega, óvíst
hvar, því veggrinn er á þeim kafla mjög óglöggr; snýr í austr og
vestr.
Vestan við þessa búð er önnur búð (4.), og eitt gaflhlað undir
báðum ; hún er 49 fet á lengd, 21 fet á breidd. Yfir um hana er
hlaðinn þverveggr, sem auðsjáanlega er yngri og allr eystri helm-
ingr búðarinnar síðar hlaðinn, og búðin þannig mínkuð; dyr á miðj-
um syðra hliðvegg.
Fimm föðmum vestar og litlu ofar er enn búS(5.) með ákaflega
þykkum veggjum og mikilli upphækkun, 49 fet á lengd, að því er
séð verðr; breidd lítr út fyrir að hafa verið um 36 fet. Auðséð er
á þessari búð, að henni hefir verið eitthvað umbreytt eða hlaðið
ofan í hana síðar. Dyr hafa auðsjáanlega verið á syðra hliðvegg.
Búðin er mjög aflöguð. Snýr í austr og vestr.
Vestr frá syðra horni þessarar búðar er ákaflega stór búð (6.);
snýr i austr og vestr; hún er 59 fet á lengd, enn 24 fet á breidd.
Dyr sjást óglögt á miðjum syðra hliðvegg.
Beint vestr af þessari búð er enn búð (7.), og er sami gafl
undir báðum; hún nær vestr undir traðirnar, sem eru niðr frá bœn-
um, þannig, að traðarveggrinn hefir skorið meira eða minna af
enda búðarinnar. Að því er mælt verðr, er búðin 49 fet á lengd
og 24 fet á breidd.
Norðar og nær brekkunni hefir verið önnur búð (8.), og er
einn hliðveggr undir báðum; lengd á þessarri búð verðr ekki sén,
því hún er víst að helmingi afskorin af tröðunum, og að því leyti
meiri enn hin, þar traðarveggrinn gengr skáhalt yfir tóftina; breidd
er 24 fet; dyr sjást ekki af fyrrgreindum ástœðum, enn hafa að lík-
indum verið á vestrgafli búðarinnar, og þannig er auðséð, að hefir
veiið á hinni fyrstu búð, því glögglega sést, að þær hafa ekki
verið á hliðveggjunum. Kunnugr maðr, sem hér var staddr á
þnngskálum, segir, að það sé munnmæli, að önnur þessarra síðast-
töldu búða sé Gunnars búð, enn hin Njáls búð. f>ær eru og aðþví
leyti frábrugðnar öðrum búðum hér, að hvergi er sami hliðveggr
í tveimr. J>essar sagnir eru hafðar eftir Brynjólfi bónda Jónssyni,