Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 92
92
um kyrtli með ákaflega viðum ermum. Allar klæðafellingar (,drap-
perf‘) á myndum þessum eru mjög vel og eðlilega sýndar. Bak
við mann þenna, lengst til vinstri handar, stendr kona í logagyltri
yfirhöfn og heldr að sér höndum. Hún hefir um höfuð hvítan dúk
með dröfnum. Bak við hana stendr önnur kona í líkri stöðu, með
sams konar höfuðdúk, enn hið neðra af þeirri mynd sést ekki.
Á bak við krossana og þetta alt saman, sem nú hefir verið
talið, eru fyrst til vinstri 2 riddarar, annar í gyltri yfirhöfn, drag-
sfðri, enn búningr hins sést óglögt. Annar hefir á höfðinu nokkurs
konar ,túrban‘, en hinn uppbrotna húfu (.barettu'). I.engst til
vinstri eru enn 2 menn, sem að eins sjást að ofanverðu. Lengst
til hœgri er maðr, er hefir liggjanda mann undir hnjánum. Hann
er með reiddu sverði, bjúgu, og ætlar að höggva hann. Baka til
við þessa menn er enn maðr í gyltri yfirhöfn. Hér sýnist fram-
fara eitthvert líflát eða aftaka á Golgata. Bak við alt þetta sýn-
ast gnæfa turnar og húsaþök í Jerúsalem.
Beggja megin f miðhluta töflunnar eru 4 hvolf, 2 hvoru
megin. Hœgra megin í efra hvolfinu er konumynd, með slegið
hár, er nær ofan fyrir mitti. Hún hefir háa gylta kórónu á höfði.
Hún er í ljósblám kyrtli, mittið stutt, og utan yfir í gyltri skikkju,
með hlaði og grœnu fóðri. Hjá henni stendr stálpað barn og
heldr undir krús, sem konan er búin að taka í hankann á. Laufa-
viðarrósir gyltar eru fyrir ofan og snúin súla öðrum megin, enn 2
lítið snúnar viðargreinar mynda súluna hinum megin. 1 neðra
hólfinu hœgra megin er einnig konumynd, sem eins er búin og
hin fyrri, að undanteknum kyrtlinum, sem er rauðr, og sama lit
hefir einnig hlaðið á skikkjunni. Hjá henni stendr kirkja, með há-
um, áttstrendum turni, og er efri hluti hans mjórri. Með hœgri
hendi heldr hún utan um turninn, enn I hinni hendinni á sverði.
J>að ætla menn, að mynd þessi eigi að tákna hina stríðandi kirkju.
Umgerðin er sams konar og á efra hólfinu. í efra hólfinu vinstra
megin er enn kona, búin á sama hátt og hinar, nema hvað kyrt-
illinn er brúnn. í hœgri hendi heldr hún á sverði, og snýr oddr-
inn niðr, enn vinstri hendinni styðr hún við hjól. ‘ f>etta mun eiga
að tákna hamingjuna. Umgerðin er sams konar. í neðra hólfinu
er einnig konumynd, búin á sama hátt og hinar, enn kyrtillinn er
dökkgrœnn. Undir fótum hennar liggr dýr, og stendr hún á baki
því. í vinstri hendi heldr hún á opinni bók, enn á engu í hinni
hœgri. J>essi mynd mun eiga að tákna vísdómsgyðjuna. Umgerð-
in er sams konar og á hinum hólfunum. Samkvæmt því sem sagt
er um hinar fyrstu, hafa og hinar á höfði gyltar kórónur, mjög
hávar.
í báðum örmum töflunnar eru allir 12 postularnir, 6 hvoru meg-