Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 126
I2Ö
M. Ólsen sig til að „rannsaka letr þetta mannvirki og’ fleira á
Valseyri, og lét grafa eitthvað í tóftina (sjá Árb. 1884—85, bls. 8
—10), enn trautt virtist oss gröftrinn, er vér fórum að athuga hann>
svo mikill sem eg hafði við báizt. Hann hafði grafið krossskurð í
gegnum veggi tóftarinnar, og með því skemt veggi hins forna
mannvirkis, enn að öðru leyti að engri nýrri niðrstöðu komizt, svo
sem hann sjálfr segir. þ>etta er og að vonum, því að þannig lag-
aðr gröftr gat hér ekki átt við, því að skurðir þeir, er hann hefir
gera látið, eru að dýpt að eins q—11 þuml., og lengra er alveg ó-
mögulegt að komast niðr fyrir fastamöl og grjóti. Skurðirnir eru
á breidd rúmlega hálfönnur skóflubreidd, og eru þeir því sem
litlar rennur. Enn fremr tjáist hann hafa grafið þar grafir, enn
þær virtust oss líkari litlum holum og hvergi dýpri enn áðr er sagt.
Sumstaðar eru þær ,grafir‘ svo, að tveir hnausar hafa verið stungn-
ir upp hvor við hliðina á öðrum, og sumstaðar er ,gröfin‘ eftir að
eins einn hnaus og hann lítinn. Dr. B. M. Ó. segir (bls. 9), að
jarðvegrinn í tóftinni við vestrvegginn sé 1 fet og 10 þuml. Eg
get ómögulega séð, að það sé rétt. Eg margmældi það með báð-
um fylgdarmönnum mínum og reyndist hvergi dýpra enn 11 þuml.,
því að eg gróf lfka holur, stœrri þó enn dr. B. M. Ólsens, 4 inni i
tóftinni og 4 umhverfis hana utan veggja, 1 við hvern hliðvegg, og
komst hvergi dýpra niðr að mölinni enn eg hefi áðr sagt. Annars
getr þetta eiginlega enginn .jarðvegr' heitið. því að það er mold-
arleir sandblandinn, með grasdrefjum sumstaðar. Um moldarlag er
hér í rauninni ekkert að rœða, því að beinhörð mölin tekr alstað-
ar við, bæði inni í tóftinni og alstaðar umhverfis. |>ar sem dr.
B. M. Ó. fullyrðir, að um alla tóftina innan veggja sé nokkurs
konar gðlfskán (bls. g), þá getr það eigi verið rétt, því að við ná-
kvæmustu athugan mína og beggja fylgdarmanna minna, i bezta
veðri, heiðbirtu og sólskini, fundum vér als engin merki til minstu
tegundar af nokkurs konar gólfskán. Dr. B. M. Ó. kveðst og hafa
grafið utan veggja. þ>að gerði eg Hka, svo sem áðr var sagt. f>ar
með tókum vér hnausa þá, er vér stungum upp utan tóftar, og
tókum leirmoldina undan þeim ofan af mölinni, og bárum þá með
hinni mestu nákvæmni saman við það, er upp var stungið inni i
tóftinni, og þótt um eið hefði verið að rœða, gátum vér með engu
móti þekt í sundr mold þá, er inni var í tóftinni frá hinni, er var
utan tóftar, hvorki að lit eða öðru einkenni. f>eir sem gólfskán
þekkja, vita, að hún liggr í nokkurs konar lögum eða flísum, svo
sem sjálft orðið skán og bendir til, og hún er i rauninni harðla
auðþekkt, enn hér sáum við engan vott þess, enda getr ekki verið
um slikt að rœða í svona örmjóum skurðum. Hefði dr. B. M. Ó.
lagt nokkra áherzlu á þessa steinaröð, hefði hann átt að láta hana