Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 124
T
Rannsókn á Véstfjörðnm 1888.
I ÖgurssYéit 4/s 1888. l>á er pormóðr kolbrúnarskáld sat
heima hjá Bersa föður sinum að Laugabóli í Laugardal, þótti hon-
um dauflegt þar heima, og vandi mjög komur sínar í Ögur til tals
við J>órdísi, dóttur Grímu, er þar bjó. Eitt kveld mælti þ>órdís við
þ>ormóð: ,,þ>at vilda ek, at þú fœrir aðra leið heim enn þú ert vanr,
ok fœrir firir innan víkina ÖgurSYÍk, ok it efra inn eftir hlíðinni
til Laugabóls“. Enn engu að síðr fór þ>ormóðr „it skemsta yfir
•vikma á isi. Sauðalnis stóð fyrir innan víkina, ok var tún um
sauðahúsit. J>ormóðr gekk framm firir húsdyrnar“1 2. — Upp af
Ögursvík gengr lón, sem kallað er Sölvatjörn. Hún er þó sjór,
sem aðskilst við skerjabrydding, er gengr fyrir framan, enn þar flýtr
yfir um flœði. J>ormóðr hefir gengið beint ofan túnið í Ögri og
út á víkina um eða fyrir framan skerjagarðinn, og stefnt beint á
sauðahúsift, sem stendr enn i dag fyrir austan Ögurvíkina úti á
tanganum; hann heitir Túnanestangi. Húsið stendr á sléttri grund
rétt við fjörumálið, og snúa dyrnar að sjónum. þ>ormóðr hefir því
orðið að ganga rétt fyrir dyrnar. Undir húsinu er upphækkun
beggja megin, ákaflega vallgróin, svo að auðséð er, að það hefir
staðið þar siðan. Siðan hefir hann gengið inn alt með sjónum, sem
eru sléttar grundir. Fyrir ofan er klettabakki. þ>etta er bezta
leiðin, sléttast og ófærðarlaust, ef snjór er. Síðan hefir þ>ormóðr
gengið inn i Strandseljavík og að Blámýrum, og þá að Laugabóli.
f>etta er svo sem tveggja stunda gangr. Milli Blámýra og Lauga-
bóls er stórt vatn, einkanlega langt, og er ilt að fara að vestan-
verðu, enn krókr að fara að austan, þar sem sumarvegrinn liggr.
Eftir vatmnu hefir J>ormóðr gengið. Vatnið er nú kallað Lauga-
bólsvatn og verðr að vera það, er í sögunni er nefnt Ögursvatn
1) Sigurðr Vigfússon kom því eigi við að fara neina rannsóknarferð
árið 1887, og var því rannsóknarferð hans á Vestfjörðu næst þeirri, er
hann fór um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur.
2) Fóstbr.s., útg. 1853, bls. 31, sbr. Flat.b. ii. 149.