Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 94
94
sig miðja standa 3 ðrvar á kafi, og þar í meðal ein í gegnum hand-
legginn. Hœgra arminum heldr maðrinn upp og stendr ör i gegn-
um hann fyrir framan olnbogann. Við hœgri hlið þessarrar manns-
myndar er byskupsmynd í kaþólskum búningi. Baksviðið er ljós-
blátt, enn ljóslitað að neðan. Fyrir ofan myndirnar er laufaviðar-
grein, sem á hinum hluta töflunnar. í hólfinu i vinstra arminum
er fremri mannsmyndin í gyltum kyrtli, nærskornum, með hálferm-
um. Kyrtillinn nær ofan á kné og er allr í fellingum. Á höfðinu
hefir maðrinn flatan hatt með stórum börðum, og er gyrðr sverði,
enn hefir dregið það úr slíðrum. Myndin stendr á kynjadýri, sem
Hkist nokkuð dreka. Hin myndin sýnist hafa gylta rómverska yfir-
höfn (,toga‘). Hún heldr á bók f hœgri hendi, enn stöng i hinni
vinstri. Hún hefir nokkurs konar flata húfu á höfðinu. Lítið
kynjadýr stendr vinstra megin myndarinnar, og er það eigi ólikt
svíni; enn kambr gengr aftr eftir hryggnum. I.aufaviðargreina-um-
gerðin og baksviðið í hólfi þessu er sams konar, sem i samsvar-
anda hólfi á hœgra arminum. — Alls eru myndirnar innan í töfl-
unni, að meðtöldum Krists-mynd og englamyndum, enn að fráskild-
um hesta myndum og dýra, samtals 47.
Tafla þessi er hvorttveggja hin stórkostlegasta, sem eg hefi
nokkuru sinni séð, enda hin skrautlegasta og ríkasta ásýndum að
fegrð. Svo má t. a. m. segja um klæðafellingarnar (.drapperíið')
að þær mega einkum heita listaverk. Sama er og að segja um
laufaviðargreinarnar. Alt er þetta í ríkum gotneskum stíl. Er þá
töflunni að innan fulllýst, sem verða má í eigi lengra máli.
í>á er töflunni er lokið, þá er hún að framan með máluðum
myndum. í upphækkuninni á miðju töflunnar eru 4 konumyndir.
J>ær eru allar unglegar, berhöfðaðar, með slegið hár. þ>ær sýnast
allar vera í rómverskum búningi í síðum kyrtlum (,tunica‘) og hafa
yfirhafnir (,toga‘). Sú sem yzt er hœgra megin, heldr á hjóli í
hœgri hendi, að þvi er séð verðr, enn í vinstri hendi á poka.
Næsta mynd hefir bók á hœgra handlegg, enn heldr á fjöðr í vinstri
hendi. í gegnum hálsinn stendr sverð, og streymir blóð úr sár-
inu. J>riðja myndin heldr í hœgri hendi á sprota eða töng, enn í
munninum er því nær hjartamyndaðr, Ijósleitr fleygr. í vinstri
hendi heldr hún á bók. Fjórða myndin heldr báðum höndum á
kirkju með turni.
Á hœgra armi töflunnar að neðan er kvenmaðr nakinn, með
mittisskýlu. Hœgra arminum heldr hún upp yfir höfuðið, og er
hann reyrðr við pálmatré, er stendr bak við. Vinstri armrinn er
og reyrðr við tréð fyrir aftan spjaldhrygg konunnar. Hárið liðast
niðr um herðar, brjóst og enni, i hrokknum lokkum. Á vinstri
hlið myndarinnar standa 2 bogmenn með knésbjargir. Skýtr ann-