Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 2
2 |>að getr vel verið, að þegar langir tímar líða hér frá, t. d. svo sein 500 ár, að mönnum þyki þá fróðlegt að vita, hvernig al- þingisstaðrinn leit út á vorum tímum, því hann sjálfr er og hefir verið undirorpinn eyðileggingu, einkum af vatnagangi; og víst er hitt, að oss nú þœtti vænt um, ef vér hefðum greinilega og trúa uppdrætti af alþingisstaðnum, og nákvæmar lýsingaraf þeim fornu mannvirkjum er þar vóru, og yfir höfuð, hvernig þar leit út fyrir 5—600 árum, og jafnvel þó síðar væri. Enn áðr enn eg byrja á aðalefni þessarar ritgerðar, skal eg leyfa mér að minnast nokkuð á staðarlegar rannsóknir í sögum vorum í sambandi við viðburðina og hvaða þýðingu þær geta haft fyrir vorar merku sögur. Rannsókn á staðarlegum lýsingum i sögum vorum getr verið sem þegjandi vottr, sé rétt athugað og borið saman við beztu hand- rit sem til eru, og ályktað þar eftir, því það er það, sem vér sjá- um með vorum eigin augum, og getum með miklum rökum sagt, án þess að verða að byggja mestmegnis á getgátum1. Lýsing sögustaðanna og frásögnin á viðburðunum er í sjálfu sér svo samtengt og innofið hvað í annað, að það verðr með engu móti aðskilið, og lýsing staðarins er fram sett einungis til að skýra viðburðinn af þeim sem upprunalega sögðu söguna og voru sjálfir stundum heyrnar- eða sjónarvottar, svo að hefði ekki þannig til- hagað, myndi oft ekki söguviðburðrinn hafa getað átt sér stað þannig lagaðr; þetta má svo víða sýna fram á í sögum vorum. þ>að væri því mjög ósannsýnilegt, að ætla, að sjálfr söguvið- burðrinn væri mestmegnis tilbúningr, þar sem lýsingin á staðnum er þó rétt. Til þess að þetta gaeti nú hafa átt sér stað, þyrfti einmitt sá, er til bjó söguviðburðinn — ef hann á annað borð væri tilbúningr—, að hafa komið sjálfr á sögustaðinn eða sögustaðina, eins og sumir hafa ætlað, og athugað þá nákvæmlega, og þá lagað við- burðina þar eftir; þessi skoðun myndi og helzt eiga við það, sem einkum sýnist vera orðið viðkvæðið hjá ýmsum útlendum ferða- mönnum, sem hafa gefið sig í að tala um þetta efni, að sögur vor- 1) Eg skal játa það, að slíkum rannsóknum fylgir oft vandi mikill, þar til þess þarf ^þekkingu, reynslu og mikinn samanburð og fl.; hefi eg minst á þetta í Arb. fornleifafél. 1887, bls. 2—3; og enn er eitt, sem mikið ríðr á, og það er að hafa enga fyrirfram ímyndaða meiningu, eða að maðr viti ekki eitt framar enn annað, enn láti einungis rök og ástœður ráða úrslitum, og þá það sem er með öllu sannsýnilegast. það er ekki meiningin, að eg þykist hafa getað uppfylt öll þau skilyrði, sem til slíkra rannsókna þurfa; enn hitt segi eg, að þeir, sem kann að sýn- ast annað enn mér í verulegu.m atriðum, verða þá að tilfœra bæði fleiri rök og betri ástœður, ella hlýtr alt slíkt «að falla sínum herra», enn eng- an skyldi gleðja meira enn mig, ef mönnum tœkist betr enn mér, að finna það sem róttara og betra væri, því það yrði þá málefninu sjálfu til upplýsingar, sem einungis á að hafa fyrir augum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.