Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 142
142
aðr, einkanlega uppþunnr, og því nær með skarpri rönd á einum
stað að ofan. Endar steinsins eru og nokkuð uppdregnir. Holtið,
sem girðingin stendr á, er nú kallað Hringholt. það er vandi að
ákveða með vísu, hvað þetta hefir verið; enn víst má telja það, að
hvorki hafi það verið girðing utan um skepnur, né — því siðr —
utan um túnblett, því að þetta stendr á grýttu holti, og er ekkert
annað enn holt og hrjóstr í kring. Er svo sem þar til hafi verið
valinn hrjóstrugr og hár staðr, enda langt nokkuð frá báðum bœj-
unum. Með því að þetta er svona einkennilegt og þar að auki
mjög fornlegt, svo sem áðr er sagt, þá hygg eg helzt, að þettasé
forn blótstaðr, eða eiginlega liörgr í sinni fornustu merkingu (sbr.
Árb. 1880—81, bls. 8g ff.). Verð jeg því að álíta, að þessi staðr
sé að því leyti þýðingarmikill, þar eð eg hefi engan slíkan áðrséð,
og hitt er og vist, að þeir, sem sáu mannvirki þetta með mér,
geta ekki álitið, að þessi staðr hafi getað verið notaðr til neins
annars. Steinninn sýnist vera einn af þessum átrúnaðarsteinum,
með því að enginn annar steinn þar í kring er jafnstór og ein-
kennilegr, og hefir þá girðing þessi verið hlaðin um hann fyrir
helgi sakir, og þá gæti þessi húsmynd verið nokkurs konar blót-
staðr eða blótstalli, eða með öðrum orðum liörgr, með þvi að það
orð í elzta skilningi merkir steina, holt eða hæðir úti á víðavangi
(t. d. í Noregi: sjá Ivar Aasen).
þ>ess skal getið, að mál girðingarinnar er innanmál og að
nokkur jarð'ægr er sumstaðar innan í girðingunni, enn að öðru leyti
eru það þó hrjóstr ein, og eins umhverfis, sem fyrr segir. Víðsýni
er mikið frá þessum stað.1
1) Á þessarri söinu ferð aflaði Sigurðr Vigfússon margra gripa til
Forngripasafnsins.