Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 28
28
SHk lýsing- á sverði kemr einu sinni ekki fyrir t. d. í Sturlungas.
um miðju 13. aldar, jafnvel ekki á þeirri öld, og eg man ekki eftir
þvl f allri sögunni, hversu nákvæmlega sem hún þó segir frá vopna-
búnaði þeirrar tíðar. Enn þar á móti er gull- og silfrvafðr meðal-
kafli oft nefndr í vorum eldri fornsögum Hér á Forngripasafninu
er sverð, sem fundið er í grafreit frá 10. öld sem er alveg eins og
það, sem hér er verið að lýsa eða Steinþórr hafði; hjöltin öll inn-
lögð með silfri, og meðalkaflinn allr þéttvafinn smágervum silfr-
þræði, og er annar kaflinn úr snúnum vír, þunnum sem hör, enn
hinn úr ósnúnum; hefir verið ágætt verk; í bardaganum á Vigra-
firði, bls. 85—86, er og sagt frá búnu sverði, sem Steinþórr hafði
líka, á sama hátt: „porleifr kimbi mælti, þá er hann sá, atStein-
þórrbrá sverðinu: „hvítum ræðr þú enn hjöltunum, Steinþórr! sagði
hann, en eigi veit ek, hvort þú ræðr enn deigum brandinum sem
á hausti í Álptafirði“. Hér á safninu eru og sverð frá 13. öld, enn
þau hafa sízt þessi kennimerki og eru alveg óbúin. Silfrbúin sverð
eru mörg til erlendis, bæði frá fyrra og síðara hluta járnaldrsins;
að hafa gulli vafinn meðalkafla er svo gamalt, að það tíðkaðist
jafnvel á bronziöldinni, sjá J. J. Worsaae Nordiske Oldsager, Kh.
1859, nr. 118: J>etta verðr því ekki álitið 13. aldar einkenni.
Frásögnin um sætt þeirra Steinþórs og Snorra goða eftir vígin
f Álftafirði og Vigrafirði ber þó í helzta lagi vott um hina miklu
nákvæmni, bls 88—89: „En um várit, er leið at stefnudögum, þótti
góðgjörnum mönnum í vant efni komit, at þeir menn skyldu mis-
sáttir vera ok deilur við eigast, er þar vóru göfgastir f sveit; völd-
ust þá til hinir beztu menn ok vinir hvárratveggju; ok þar kom,
at þeir leituðu um sættir með þeim, ok var Vermundr enn mjófi
fyrir þeim, ok með honum margir góðgjarnir menn, þeir er vóru
tengdameun hvárratveggju; en þat varð af um sfðir, at grið vóru
sett ok þeir sættust, ok er þat flestra manna sögn, at málin kæmi
f dóm Vermundar, en hann lauk gerðum upp á þórsnessþingi, ok
hafði við hma vitrustu menn, er þar vóru komnir. pat er frá sagt
sáttargjörðinni, at mannalátum var saman jafnat ok atferðum; var
þat jafnt gjört, sár J>órðar blígs í Álptafirði, ok sár J>órodds, sonar
Snorra goða. En sár Más Hallvarðssonar ok högg þat, er Stein-
þórr hjó tilSnorra goða, þar komu í móti þriggja manna víg, þeirra
er féllu f Álptafirði; en þau víg, er Styrr vá f hvorn flokk, vóru
jöfn látin; en á Vigrafirði var líkt látið, víg Bergþórs ok sár
þeirra J>orbrandssona; en vfgit Freysteins bófa kom á móti þeim
manni, er áðr var útaldr, ok látizt hafði af Steinþóri f Álptafirði.
J>orleifi kimba var bætt fóthöggit. En sá maðr, sem látizt hafði
af Snorra goða f Álptafirði, kom fyrir frumhlaup þat, er jporleifr
kimbi hafði þar vfg vakit. Sfðan var jafnat saman annarra manna