Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 47
47
Rangá fyrir utan Stórólfshvol, sem nú eru kallaðir Alda eða
Öldugróf.
J>aðan fór eg upp að Velli og var þar um nóttina.
Mánud. 27. ág. fór eg frá Velli ogbeint austr og upp á háls-
inn, þar upp lægðina. Austan í hálsinn ganga lágar eða lautir,
sem heita nú Rjúpnabotnar. þ>etta er beint á leið Gunnars að
Rangá hjá Hofi, þegar hann reið um Akratungu þvera, og munu
því vera Geilastofnar, eða þá gil á móti í hálsinum hinum megin.
|>ó er það síðr, því Magnús í Vatnsdal sagði mér, að eitt þeirra
að minsta kosti væri myndað síðar. þ>essi leið frá Hlíðarenda og
út að Hofi, beint að fara, er víst tveggja tíma reið, hart farið.
þ>etta er alfaravegr. Norðr undan vestra parti þ>ríhyrnings er
stórt grjótholt. þ>að er sem lágt fell. Sunnan í því er alt upp-
blásið og láglendið eytt af Fiská. þ>ar sunnan í holtinu er mikið
grjót saman borið, sem auðsjáanlega er tekið úr hrauninu þar fyrir
neðan. þetta grjót er því ekki likt því, sem þar er J>ar sést á
tveimr stöðum votta fyrir hleðslu og slíkum kennimerkjum. Hér
lítr því út fyrir að verið hafi bœr til forna, enn að hann hafi lagzt
af, þegar tók að blása upp og Fiská að eyðileggja, sem, þó lítil
sýnist, enn getr orðið mikil á vetrum.1 Hér mun Holt hafa stað-
ið, þar sem Hróðný bjó og Höskuldr Njálsson. petta á vel við
Njálu um reið Höskulds og grófina, sem fyrr segír, og eins að
smalamaðrinn hafi fundið hann um kveldið. þetta er svo sem bœj-
arleið norðr af Vatnsdal. Ut lítr fyrir, að Reynifell hafi þá ekki
verið bygt, enn bœrinn fluttr, þegar hann lagðist af. Reynifell
stendr nú fyrir norðan ölduna eða holtið, skamt frá hinum gamla
bœ. Svo sem bœjarleið inn með Fiská, norðan undir príhyrningi,
þar sem hann er hæstr, eru ákaflega miklar tóftarústir, fornar og
stórar, og miklar girðingar, sem enda sýnist vera varnargarðr. Hér
hefir því auðsjáanlega verið stórbýli. þ>etta hygg eg verið hafa
bœ Starkaðar, og kemr það mæta vel heim við meiningu sögunn-
ar, og hvergi gæti átt eins vel við, að hann hafi verið. Hér er og
alt orðið fornlegt, tóftirnar niðr sokknar; landið víða lyngi og mosa
vaxið. Hér er mikið undirlendi eða nóg land. J>essar rústir heita
1) Fiská hefir upptök sín í Eauðnefsstaðafjalli. Eauðnefsstaðir standa
fyrir norðan hana. Síðan rennr hún vestr með þríhyrningi, rétt með
fjallinu, milli þess og Eeynifellsöldu. Síðan rennr áin f bug fyrir sunnan
Eeynifellsöldu og inn í Engidalinn, og niðr með Argilsstaðafjalli að norð-
an, og vestr með fjallinu og síðan í Eangá. Nú held eg, að Holtsvað
hafi heitið í Njálu á Fiská suðr frá Eeynifellsöldu fyrir sunnan eða rétt
hjá bœnum 1 Holti (þar sem Höskuldr bjó og Hróðný), sem staðið hafi
sunnan undir öldunni. þar sjást rústir. Kemr þetta mæta vel heim við
Njálu með vaðið. Annað það, sem getið er til af Kálund og öðrum, er
ekki rétt og á hvergi við.