Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 53
53
þegar bœrinn var síðast bygðr upp, fanst þar enginn steinn, þvf
að þar er, og hefir ekki verið, neitt grjót að fá, nema móhellu,
sem þar er mikið af; hún er rifin upp og höggvin eða sniðin til:
er víða brúkuð eystra og flutt langan veg, því hún er miklu létt-
ari enn venjulegt grjót, enn hana hafa fornmenn ekki notað og ekki
fyrr enn tók að blása upp, því lítið sem ekkert grjót finst í hin-
um forna bœ Ketils hœngs, og mun hann þó hafa verið œði stór.
J>að grjót, sem þar hefir fundizt, hefir verið haft í vörðu, og nokkur-
ir steinar eru þár á stangli i undirstöðu í einum stað, sem sést,
eins og áðr er sagt. Ekkert grjót hefir heldr verið þaðan flutt
heim að hinum nýrra bœ, því að þá mundi það finnast þar. petta
fullvissaði bóndinn mig um, sem þar hefir lengi búið og hans ætt-
menn. par á mót hefir verið í Hofs landi nokkurt hellutak, enn
ekkert verulegt grjót; þess vegna getr þetta verið hoftóft eins
fyrir því, þótt ekkert grjót finnist í henni, og um það er eg sann-
færðr, að hún er fornt hof\ þar sem hún er svo lík öðrum hoftóft-
um. Bœrinn á Minnahofi stendr lengra upp með ánni, mjög stutt
bœjarleið á milli. þ>að er mikið eðlilegt, að hofið hafi staðið hér.
þ>ar er fallegt og hálent, og svo sem hátt á 4. hundrað faðma frá
bœnum forna (sbr. Dalverjahofið).
Síðan fór eg á stað seint um daginn frá Hofi. Eg hafði þar
margt að athuga og teikna upp, áðr enn eg fór. Eg fór út að
Kirkjubœ; var þar um nóttina.
Föstud. 31. dg. Fyrir norðan bœinn á Kirkjubœ er upphækk-
un, sem sýnir, að mannaverk er á; hún er 13—14 faðma fyrir norð-
an bœinn. Mannvirki þetta er 66 fet á lengd, enn um 50 fet á
breidd þ>etta mannvirki eða upphækkun er enn þann dag í dag
kallar ostabúr. Læknirinn (Bogi Pétrsson) léði mér 2 menn um
morguninn, og lét eg grafa ofan í vestra enda þess gröf, sem var
6 fet á lengd, 4 fet á breidd og 7 fet á dýpt. pegar komið var
4 fet niðr, fór að koma vottr af ösku, sem varð meiri og meiri
eftir því sem neðar kom. Á 3 álna djúpi varð hún mest, rauðleit
■aska, sem var mikið af, og líka svört viðaraska. Yms vóru þar
kennimerki úr eldi, svo sem hella, svört utan, er fanst á 6 feta
dýpi. Hún hafði auðsjáanlega verið í eldi og var rauðleit f sárið,
þegar hún var brotin, og alt öðruvísi enn önnur hella, sem fanst
uppi í moldarlaginu, meir enn alin ofar, þegar vóru bornar saman.
þ>essi var gráleit í sárið, þegar hún var brotin, sem annar steinn.
þ>etta vóru því Ijós merki. þ>að er .auðvitað, að þessi aska og
kennimerki úr eldi hljóta að vera frá fornöld, þar sem askan var
mest í 3 álna dýpi niðr í jörðinni, og þessi brunna hella, og það
er auðséð, að hér hefir aldrei síðan verið hreyft við. f>að sýnir
lika þunt öskulag svart úr Heklu, sem var glögt 1V2 al. niðr í mold-