Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 74
74
Syðstumerkr eru sjáanleg forn og bein landamerki. Syðstamörk
sýnist því vera bygð úr Dals landi. Miðmörk sýnist vera skift úr
Stórumerkrlandi, sem sýna þau ólöggu landamerki, sem þar eru á
milli.
Hof á Rangárvöllum.
(6. sept.).
Eftir túninu á Stórahofi liggja fornar götur í beina stefnu of-
an frá Gamlahofi, og þvert í gegnum túnið að miðjum bœnum eða
húsagöflunum. Vaðið hefir því verið beint suðr undan bœnum á
Hofi, sem nú er. Göturnar hafa legið gegnum kálgarðana fyrir
framan bœinn, og þar ofan í eyrina, sem er afbrotin. Göturnar
liggja að túngarðinum fyrir norðan bœinn, og sjást koma aftr und-
an honum í beina stefnu upp að gamla Hofi. þessar götur eru 8
að tölu, vallgrónar, og eru sumstaðar hnédjúpar. þ»ær hafa verið
með sömu ummerkjum í þeirra manna minnum sem nú lifa.
Kirkjubœr á Rangárvöllum.
(7. sept.).
Við grófum stóra gröf ofan í austrendann á ostahúl’iilll. Hún
var 16 fet á lengd, og 5 fet á breidd, og um 6 fet á dýpt. Hér
fundust öll hin sömu eða lík kennimerki og í vestrendanum 1883.
Ofan að öskulaginu var um 13/4 áln.; öskulagið sjálft var um 3/4—1
al. á þykt; grófum við ofan i möl. Hér fanst lítill partr af fer-
strendu brjni, sem er mjúkt og vinnr vel á; þar fanst og gjall-
stykki og mðarkol og smáhellur, sem ekki geta verið þar nema af
mannavöldum, Enn fremr fann eg þar eina hrosstönn. Alt þetta
fanst í öskulaginu. Brýnið er ljósleitt; sýnist hafa verið í eldi.
Drengr frá Kirkjubœ fann lítinn tening, merkilegan, úr Bronze;
hann er hnöttóttr með 2 gagnstœðilegum flötum; á öðrum eru 3
punktar, enn 1 á hinum. Teningrinn fanst á sandinum nálægt
Stórahofi innan um fúin bein. Sami drengr fann og hjá Reyðar-
vatni hinu minna, sem er löngu í eyði, tvo brot af fornu, brunnu
keri og enda af brjni. Alt þetta hafði eg með mér.
Á sandinum fram undan Kirkjubœ vóru sandhólar vaxnir mel-
gresi. feir blésu upp vetrinn 1884—85, og var þar undir harð-
velli, og þar fornar götur. f>ar fanst og brýni. þessi Hofssandr