Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 85
85
á Reykjatungunni, skamt fyrir sunnan Reyki, í vestr að sjá frá
Víðivöllum, í stefnu utan við Mælifellsdal. Reykjatunga er langr
ás, sem liggr frá suðri til norðrs, vestan við sl'ttlendi það, er Hér-
aðsvötn renna um, áðr enn Hólrnrinn hefst. Vestan með henni
verðr dœld allstór, og rennr þar Svartá út og tekr við Mælifellsá
úr Mælifellsdal nokkuru fyrir sunnan Reyki. Slakki mikill verðr
í Tunguna austr undan Mælifellsdals-mynni, og er laugin i þeim
slakka utanverðum að vestan, og liggr gamall þjóðvegr með mörg-
um götum yfir slakkann, sem legið hefir upp í Mælifellsdal og of-
an á sléttlendið. Skíðastaðalang, sú er þeir Koibeinn áðu við, áðr
enn Brandr Kolbeinsson fœri ofan í héraðið til liðsafnaðar (bls.
369^9_20), er hjá Skíðastöðum vestan við Svartá gegnt Reykjum
(sögn sira Einars Jónssonar á Miklabœ). Við Reykjalaug hittust
þeir aftr (bls. 25—27).
|>á er þeir Kolbeinn komu til Víðivalla, hafa þeir riðið yfir
slakkann í Tungunni. „Eftir þetta riðu þeir allir austr (svo B.;
norðr: Cd.) yfir Tunguna . . . Stefndu þeir at ánni gegnt Viðivöll-
um“ (bls. 3738_10). Frá Tungunni hafa þeir því tekið stefnu að
ánni undan Viðivöllum, og sýnir það Ijóst, að áin hefir þá ekki
runnið nærri Tungunni, heldr austan til á sléttlendinu nærri Víði-
völlum. í sambandi við þetta er það og, sem segir um heróp
þeirra Kolbeins og Gizurar, að þeir hafi lostið upp herópi við ána
(bls. 25—26), því að enginn mundi ljósta upp herópi við Héraðs-
vötnin, þar sem þau nú eru, ef orrustu skyldi halda á Víðivöllum,
því að þaðan er eflaust um 800—1000 faðma ofan að Vötnunum,
þar sem skemst er. Enda sér og fyrir eyrum við farveginn miklu
nær Víðivöllnm enn Vötnin renna nú. J>ess má og geta, að ásíð-
ari tímum renna Vötnin hér og hvar um sléttlendið alt millum
Reykjatungu og Blönduhlíðar, ýmist austar eða vestar. J>á er áin
hefir komið út fyrir neðan Víðivöllu, benda hinir gömlu farvegir,
þeir er austast liggja, á, að hún hafi stefnt til norðvestrs, og, ef
til vill, runnið yfir undir Vindheimabrekkur, sem eru austanhalt á
Reykjatungu yzt, og svo út með þeim, milli þeirra og Skiphóls,
og þar saman við Svartá. Með því móti kœmi þetta bezt heim
við það, er segir um Sturlu, er hann fór af Langholti: „FórSturla
þá norðr (austr: B) yfirVötn, ok fundust þeir (Sighvatr) við Valla-
laug“ (bls. 368 _3), því að Vallalaug mun vera skamt austr undan
Vallholti ytra, milli þess og Valla í Hólmi. Til styrkingar því,
hvernig Héraðsvötnin hafi runnið í fornöld, skal eg enn geta þess,
að lítið horn, sem nú liggr fyrir vestan Vötn, er eign Miklabœjar
í Blönduhlíð, og sýnir það, að Vötnin hafa áðr runnið vestar enn
nú. Hafa þau að öllum líkindurn runnið nær Víðivöllum enn nú,
enn tekið þar á sig bugðu og runnið hér um bil beint í vestr