Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 71
7i
og Torfatindr í landnorðr frá, og Torfavatn, og Torfaj'ökull
gnæfir héðan í austnorðri Grœnafjall heitir allr afréttr
Fljótshliðinga fyrir norðan Fljót, alt neðan fiá bygð og inn að
Torfahlaupi. f>á taka við Laufaleitir, fyrir norðan kvísl, sem heit-
ir Hvítmaga, enn fyrir innan Fljót eru innri Laufaleitir, sem ná alt
austr í Hólmsárbotna. Framan til á miðju Grœnafjalli er Einhyrn-
ingr, einkennilegr tindr; enn neðan undir eru fagrar flatir, sem
heita Einhyrningsflatir; þar er áfangastaðr, þegar farið er frá Stóru-
súlu yfir Brattholtskvísl. Er þá farið upp snarbratta hæð og þá
upp á Bratthdls, sem er bæði hár og brattr; síðan er hinn sami ó-
vegr alt fram að Fljóti og ofan í Leirdali, snarbrattir hálsar og
hæðir; er stundum farið utan í bröttum hlíðurn með skurðum og
giljum, og víða djúpir dalir, lægðir og gjótur. þ>etta alt má heita
örðugr og vondr vegr, og þar að auki myndar vegr þessi hálf-
hring eða meir, alt ofan frá Súlu og niðr undir Einhyrning. Að
fara þennan veg, eða niðr Grœnafjall, er því fjarska mikill krókr,
og alveg ógerandi, þurfi maðr að flýta sér. Yfir Grœnafjall sést
hvergi nokkurstaðar móta fyrir gömlum vegi; hér veit heldr eng-
inn til, að hafi verið neinn mannavegr, nema leitarmanna á haust-
um. Frá Einhyrningi er góðr vegr úr því og fram að Fljótsdal.
f>ar á móti er, sem áðr er sagt, bæði beinn og sléttr vegr fram
Emstrur og Almenninga og þ>órsmörk. þ>essa alla áðrtalda vegi
hefir Sigurðr Sigurðsson í Garðsauka margoft farið, nema ekki
utan einu sinni Almenninga og f>órsmörk. Eg sá þetta og sjálfr
með eigin augum, þvi að alt fyrir sunnan Fljót blasir við.
Sigurðr hefir farið á fja.ll um 30 ár, og segist hann með vissu «
sjá, að jökullinn hafi á mörgum stöðum sfgið niðr og líka hækkað;
til marks um þetta er eitt ból (skúti) komið í jökulinn við Blá-
fjöll og Smdfjöll. Mátti ganga kringum þau, sem ómögulegt er
nú fyrir jökli. f>að eru og munnmæli, að upp af fremri Emstránni
hafi gengið dalr, og þar verið nautabeit frá Ási í Holtum. þ>etta
sagði Sigurði móðir hans, sem nú er um áttrætt. Slíkar sagnir um
stækkun jökla eru með rökum sagðar í Skaftafellsþingi.
fjórólfsfell.
þórólfsfell er inn af Fljótshlíðinni; það er mikið og stórt fell.
þórólfsd, sem enn heitir svo, rennur fyrir vestan fellið, rétt við.
Bœrinn Fljótsdalr er insti bœr í Hlíðinni, og stendr skamt vestr frá
ánni. Rétt við ána að vestan er graslendi töluvert, og hár bakki,
sem áin er að brjóta, þvi að hún hefir gert mikla ,aura‘ þar niðr