Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 80
8o
við veginn, miðja vega milli Úlfsstaða og Kúskerpis. f>aðan rið-
um við upp að Flatatungu, sem er í tungunni milli Norðrár og
Jökulsár, til þess að skoða leifar af skdla þeim, sem mælt er, að
J>órðr hreða hafi smíðað þar (þórðar s. hr., útg. 1848, bls, 41). í
búrinu i Flatatungu fann eg í áreftinn fornar fjalir, 5 að tölu. Af
þeim voru 4 útskornar með mannamyndum. Voru sumar þeirra
heilar og sáust glögt táknaðar kiæðafellingar. Sumstaðar var að
sjá hendr eða höfuð. Einn sakir þess að alt var sundrlaust, varð
engin glögg þýðing sén á því. I skáladyrum fram sá eg 3 stoðir
áttkantaðar með fornum greypingum, og 2 sylluparta, er annar var
11 þuml. breiðr á einum stað, og vóru þeir þykkvir sem plankar.
Strykaðar vóru syllurnar á einni röðinni á einkennilegan hátt. í
miðbaðstofunni, sem er nú elztr partr hennar, vóru 3 stoðir stuttar,
strykaðar á 2 röðum, að því er séð varð, með líkum strykum og
syllurnar. Einnig var þar í reisifjölinni lítill fjalarstúfr útskorinn
með mannsmyndum, sams kyns og á fjöiunum í búrinu. Bóndinn í
Tungu gat þess og, að þá er hann reif og bygði austrenda bað-
stofunnar vorið áðr, hafi þar komið fyrir sams konar viðr og
þessi, og þar á meðal ein fjöl 15 þuml. breið, sem hefði
verið látin í gólfið undir rúm, þar sem eg gat eigi komizt
að að skoða hana. Sams konar við kvað hann og vera tii
í fjósinu, þó að eigi væri hann útskorinn. þannig sést, að enn er
til talsvert slátr úr hinum nafnkenda skála í Flatatungu. Allr var
viðr þessi rauðsvartr, beinharðr og kvistalaus, mjög smágerr og
fallegr, áþekkr að mörgu leyti „mahogni“. þorkell bóndi Pálsson
í í'latatungu sagði rnér skrýtna sögu um þenna við. Hann sagði,
að Jónatan bóndi á Silfrastöðum, faðir Sigurðar bónda á Víðivöll-
um (J- 1884) og þeirra syskina, hefði sagt, að viðrinn í Flatatungu-
skálanum hefði verið kjörviðr, og hefði eigi fengizt nema í sér-
stökum skógum í Noregi, er konungarnir hefðu einir haft umráð
yfir (sbr „kjörviðinn11, sem nefndr er í Reykdœlasögu) útg. 1881:
Vém. 9<|, sbr. io16). Enn skal geta þess, að skurðrinn á fjölunum í
Flatatungu er ekki upphafinn, heldr niðrskorin stryk, sem tákna
myndirnar og klæðafellingarnar. .J>annig er skurðr þessi mjög ein-
faldr og einkennilegr. Að vísu verðr ekkert ákveðið hversu gam-
alt þetta er, enn helzt lítr út fyrir, að það gæti verið frá 13. eða
14. öld. Sá endi baðstofunnar, er mest var af leifum skálans í,
var rifinn 1881, og var þá leifunum sundrað bæði í búrið og önnur
hús. — Á móunum niðr frá Flatatungu kvað Jorkell bóndi heita
„ VagnbrauF, er Íægi ofan að ánni, og hefði verið höggvin í gegn-
um skóginn neðra. Sást votta fyrir brautinni á einum stað.—J>að-
an fór eg aftr um kvöldið á Miklabœ.
friðjudaginn 17. ágúst var eg á Miklabœ fram til miðsaftans