Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 77
77
með og komið á land. Annarsstaðar hagar hér eigi svo til, að það
hafi getað verið, og stendr það því vel heima (sbr. Grettis s., útg.
1853, bls. 129). Tóftarbrot sýnist vera ofan til á tanganum, nær
víkinni, ferskeytt, 12—14 fet á hvern veg. — þ>aðan hélt eg um
daginn og nóttina alla leið norðr í Vatnsdal til Kornsár.
Laugardaginn 7. ágúst var eg um kyrt, og hvíldi eg mig og
hest minn eftir hinn langa áfanga, að Kornsá, þar sem sýslumaðr
Húnvetninga, Lárus Blöndal, býr. Bœrinn hefir i öndverðu, á tíð
hinna fornu Vatnsdœla, heitið að Karnsd, er £>órgrímr karnsárgoði,
faðir pórkels kröflu, bjó þar. Svo er bœrinn nefndr í Vatnsdœlu
({ Á. M. 559, 4. sem er eftirrit af Vatnshyrnu, sjá útgáfu Vatns-
dœlu í Forns. Leipz. 1860), og sömuleiðis í Sturlubók og Hauks-
bók af Landn. (sjá útg. 1843, bls. 177, neðanmálsgr. 10. — Útgef-
arinn hefir ranglega álitið það ritvillu og tekið ,Kornsá‘ upp í text-
ann eftir Melabók)1. Var þar ýmislegt að athuga. Kornsá (áin)
hefir áður runnið suðr á við niðr frá fossinum, og þar við farveg-
inn gamla vóru takmörkin milli Kornsár og Undornsfells. þ>á hef-
ir hinn gamli bœr staðið á sléttunni fyrir norðan ána. Síðan hefir
áin brotið sér annan farveg og brotizt norðr á við, þvert niðr í
gegn um hið gamla tún. Leifar af hinum forna bœ sjást nú á
suðrbakka árinnar, enn mest er af brotið. Bœrinn hefir síðan ver-
ið fœrðr norðr fyrir ána, því að þar er hálendara. Fyrir utan
(norðan) ána að ofanverðu sést móta fyrir hinum gamla túngarði,
alldigrum. Beygist hann ofan sunnan til í bœinn. Dys fórgríms
karnsárgoða hefir því verið fyrir norðan túngarðinn í hólnum, þar
sem timbrhúsið stendr nú.
Daginn eptir (8. ág.), sem var sunnudagr, brá eg mér fram i
Vatnsdalinn, til þess að litast um á fornum stöðum og slógust i
förina góðir drengir: Lárus Blöndal sýsiumaðr að Kornsá ogKrist-
ján Magnússon ráðsmaðr hans, Benedikt Blöndal umboðsmaðr i
Hvammi, síra Hjörleifr Einarsson að Undornfelli, Magnús Snæ-
bjarnarson sjálfseignarbóndi í Hnausum og Björn Sigfússon bóndi
f Grímstungu. Fyrst var haldið upp að Haukagili. þ>ár rennr lítill
lœkr i gegn um túnið rétt fyrir utan (norðan) boeinn. Hann kemr
úr gljúfragili fyrir ofan bœinn, er Haukagil heitir. pang.að vóru
berserkirnir fœrðir. |>essi lækr hlýtr að vera sami og sá, er rann
( gegnum skálann Ólafs að Haukagili (porv. þ. víðf. k. 3.: Bisk. s.
1) Eigi væri öllu minni ástœða til að taka upp í ritmálið »Karnsá«
fyrir »Kornsá«, enn »Undornfell« (Undon-, Unden-, Undin-) fyrir »Undirfeíl«,
sem nvi er tekið að tíðkast. Kálund vill láta skrifa »Kárnsá« (IB ii.
39, nmgr. 3. við bls. 38), enn eigi fœrir hann nein sannfœrandi rök fyrir
því. E.Ö.B.