Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 37
37
Kom þá í ljós, að tóftin var 77 fet á lengd og 20 fet á breidd; af-
húsið er 15 feta langt, þegar mælt er af miðjum milliveggnum, enn
aðalhúsið 62 feta langt. þ>etta alt utanmál. Tóftin snýr upp og
ofan og afhúsið er í efra endanum. Egf gróf upp úr tóftinni á 10
feta breidd og 6 fet niðr, einkanlega í efra hlut hennar, til þess að
geta rannsakað gólfið. Kom þar ofan i fastan leir undir neðstu und-
irstöðum. Hvergi fundust merki gólfskánar eða neitt þess konar í
aðalhúsinu, enn í afhúsinu fann eg leifar af viðarkolaösku. Afhús-
ið hefir staðið hærra enn aðalhúsið, svo munað hefir 2 fetum.
þ>etta sá eg á undirstöðunum og sérstaklega á því, hvernig milli-
veggrinn hafði hlaupið fram. Hliðarveggirnir höfðu einnig mjög
hiaupið inn 1' tóftina, enn undirstaðan af innri hleðslunni í afhúsinu
lá óhögguð og eins í nyrðra kampinum á dyrunum. f>ó vantaði
steina bæði í syðra vegginn á afhúsinu og í nyrðra hornið. Eg
gróf upp alt gólfið í afhúsinu og lengra út til hliðanna enn i aðal-
húsinu, til að leita þar að grjóthleðslu, sem auðsjáanlega hefir ver-
ið rifin i burt síðar. þ>að var auðséð á tóftinni, áðr enn eg fór að
grafa, að fordyri eða inngangr hefir verið fyrir dyrunum, þótt ekki
fyndi eg þar reglulegt steinalag undir; annaðhvort hefir þar verið
hlaðið úr tómu torfi, eða þá að grjótið hefir verið siðar tekið. Eg
gerði uppdrátt af hoftóft þessari. Tóftin snýr í vestr-útsuðr.
,Hofstorfan‘ er öll grasi vaxin, nema á stöku stöðum blásin ut-
an í hábörðum. Rétt upp undan hoftóftinni er dálítill klettahnúkr,
sem heitir Hofstorfusker. þannig hafa þá þessi örnefni haldizt
hér við frá fornöld: ,Hof‘, ,Hofstorfa‘, ,Hofsá(r)‘, ,Hofstorfusker‘,
Neðar og austar undir hliðinni fyrir austan Seljaland er bergham-
ar, sem kallaðr er Svörtubjörg eða Hrafnabjörg. Hér niðr undan
fram á Aurunum, eða þar einhverstaðar held eg hinn forni bœr
Svertingsstaðir hafi verið (Ldn., Kh. 1843. bls. 284), og hafi þá
verið bygt þar upp undan. Ekkert sést nú til þessa bœjar; hann
hefir líklega staðið þar skamma hríð og eyðzt af Markarfljóti, sem
alt af skiftir farvegum og rennr hingað og þangað fram um ,Aur-
ana‘; stundum hleypr það út í pverá. Menn sem eru nýdánir mundu
eftir því, að Markarfljót, eða kvísl af því, rann austr með Eyja-
fjöllum og beljaði þá rétt fyrir neðan túnið á Seljalandi. Nú er
þar farið að gróa upp aftr og komið bezta haglendi. Stundum
rann fljótið alt austr í Hofsós, eða hinn forna Arnarbœlisós. þ*ann-
ig geta þá Svertingsstaðir verið löngu eyddir af þessum orsökum,
enn höfðingjasetrið hafi þá flutzt inn að Dal, sem er skamt fyrir
vestan Seljaland. Hamragarðar er bœr á milli, og rennr Seljalandsá
skamt fyrir austan hann. þ>ar er hinn fagri Seljalandsfoss, og
steypist fram af þverhníptri fjallsbrúninni, og er hvelfing neðan