Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 123
123
hafi fyrst sett þar bygð sína.enn sfðar bjó hann þó f pórormstung-u
og þeir feðgar.
f órliallsstaðir eru í Forsœludal. Uppi f hlíðinni, fyrir utan
og ofan bœinn á litlum bekk, sjást enn tóftir, sem munu hafa ver-
ið peningshús. Fram með ánni að vestan, á gljúfrunum uppi á
heiðarbrúninni, er kölluð Glámsþúfa, grasþúfa eða lítill hóll, með
grasi f kring. Skessufoss heitir fram í gljúfrunum, nærri Gláms-
þúfu, allmikill foss, og eru þar gljár miklar í ánni.
Friðmundará fellr austan í Vatnsdalsá, fulla bœjarleið fyrir
framan Forsœludal. Hún fellr í djúpu gili, og er þann veg farið,
að gott hefir verið til virkisgerðar. Grátsmýrr (Vatnsd. bls. 50) er
nú týnt nafn, enn er austr með ánni dregr, er mýrlent, og hefir
Grátsmýri líklega heitið þar.
Smiðsstaðir verða eigi ákveðnir, hvar verið hafi, enn getgátur
eru um, að þeir hafi verið milli Forsœludals og Kots (sbr. örnefnin
Smiðshóll og Smiðssteinn, Kál. IB. ii. 44).
Ásliag'i heitir land mikið vestan ár, enn fyrir austan Ás-mela.
þar eru rniklar götur og vallgrónar. Er auðséð, að alfaravegr hefir
legið þar eftir dalnum. Menn vita og, að austan árinnar lá vegr
fyrir neðan Hof, sem nú er afbrotinn. þ>annig hefir áðr vegr legið
að austanverðu í dalnum, enda hefir mátt fara alla leið með ánni
fyrir neðan Eyjólfsstaði, Hvamm og Hjallaland.
Ingimundarholt heitir skamt frá fjallahlíðinni milli Hvamms
og Eyjólfsslaða, enn eigi má blanda því saman við Ingimundarholt
í Víðidal (Landn., bls. 171, sbr. „Ingimundarhaullu, Vatnsd. bls.
25., sbr. nmgr. 10.).
|6*