Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 98
98
einn þeirra á barninu. ,Gloría‘ (geislakrans) er umhverfis höfuð
þess. fetta má alt heita vel gert, og klæðafellingar (,drapperi‘)
eru furðanlega vel sýndar. J>ar næst kemr skírn Krists, og er
Kristr að stíga upp úr vatninu, og geislar út af honum á allar hlið-
ar, enn heilagr andi er i dúfulíki yfir. Klæðafellingar á Jóhannesi
skírara eru hér rétt góðar. Við aðra hlið er hér vængjaðr engill
með viðargrein í hendi sér. J>riðja myndin á skírnarsánum er stórt
ker, með rósum að utan, enn upp úr miðju kerinu er stöpull. sem
að framanverðu ber vængjað mannshöfuð, enn önnur tvö höfuð eru
til hliðar; enn úr munnum allra myndanna streymir vatn ofan i
kerið. Uppi yfir þessu sýnist vera kóróna. Við hliðar kersins
beggja vegna stendr í 4 línum hvorumegin letr þetta:
„LABI | UM Æ | NEUM | EXOD
TYPUS I BAPT | ISMI | XXX“k
þessu næst stendr á íslenzku: ,,penna(n) Skyrnar Saa Hefurvthoggvid
Gudmundur Gudmundss Ept'1 Forlæge og Sogu vird\ H:Gýsla 7hor-
láksson(ar) B{isku)ps a Holu(m) 1674“.
jþessi skírnarfontr er svo mæta vel höggvinn, hvað verkið á-
hrœrir, að maðr hlýtr að undrast, þar sem hann hefir gert íslenzkr
maðr og myndi margr hafa kallað hann útlenda smið, hefði hann
nafnlaus verið. Allar myndir, rósir og letr er upphleypt, sem áðr
er sagt, og grunnrinn sléttr á milli, svo að það lítr mjög vel út.
Steinninn í fontinum er blágrár, mjúkr og hefir hér um'bil hörk-
una: 2. J>að mun því óhætt að fullyrða, að þetta sé fitusteinn
(‘speksten’). Maðr úr Hólasókn, nauðkunnugr, hefir eftir síra Bene-
dikti Vigfússyni prófasti á Hólum (vígðr til Hóla 1828), sem hann
var vinnumaðr hjá, að steinninn í fontinum sé úr Bjarnastaðahlíð-
arfjalli i Vestrdal í Skagafjarðardölum. Einnig segir sami maðr
(eftir prófasti), að sá Guðnmndr, er steininn hefir höggvið, hafi
búið í Bjarnastaðahlíð. Aðrir segja, að steinninn sé úr Tindastól,
enn til þess eru litlar líkur.
Xr. 11. í sunnanverðu í kórnum næst altarinu er mynd af
Gtuðhrandi byskupi forlákssyni (1571—1627). Hún er i1/* al. á
hæð og 1 */4 al. á breidd. Hann hefir mjóvan pípukraga um háls-
inn, og er í svartri kápu. Hann sitr á stóli og er fyrir framan
hann grœnt borð, og á því liggr opin bók með latnesku letri.
Auk þess stendr á borðinu svört blekbytta, með fjaðrarpenna i,
og auk þess liggr þar annar penni o. fl. á borðinu. í vinstrihendi
heldr hann á opinni bók, sem er miklu minni enn hin. Á mynd
inni stendr ofan til öðrum megin: „Effigies reverendissimi, pietate
1) 0: »Eirker fyrirmynd skírnarinnar, 2. Mós. 36.« Vulgata hefir hér
labrum, en eigi labium (samrar merkingar), sbr. 2. Mós. 30, 18. ff.:
»J>ú skalt gera eirker á sinni stétt, til þess að þvo sér úr« o. s. frv.