Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 24
úr Eyrb.s., sem sýnishorn bæði um hina nákvæmu frásögu og ljósu
framsetningu.
f>að fyrsta er um víg Arnkels goða, bls. 67—68 : „Nú er at
segja frá Arnkatli, at hann kendi ferð þeirra Snorra goða; þá reif
hann meiðinn undan sleðanum ok hafði upp í garðinn með sér.
Garðrinn var mjök hár utan, en vaxinn mjök upp innan; ok var
þat gott vígi; hey var í garðinum ok vóru teknir á garbsetar; en
er þeir Snorri kómu at garðinum, þá er eigi getit, at þeir
heýðist orð við, ok veittu þeir honum þegar atgongu ok mest með
spjótalögum, en Arnkell laust af sér með meiðnum, ok gengu mjök
í sundr spjótsköptin fyrir þeim, en Arnkell varð eigi sárr. En er
þeir höfðu látit skotvápnin, þá rann f orleifr kimbi at garðinum,
ok hljóp upp á garðinn með brugðit sverð, en Arnkell laust sleða-
meiðnum í mót honum, ok lét þ>orleifr þá fallast undan högginu
út af garðinum, en meiðrinn kom á garðinn, ok gekk ór garðin-
um upp fyrir jarðartorfa frosin, en sleðameiðrinn brotnaði í fjötrar-
raafinni, ok hraut annarr hlutrinn út af garðinum. Arnkell hafði
sett við heyit sverð sitt ok skjöld; tók hann þá upp vápn sín ok
varðist með þeim, varð honum þá skeinisamt; kómust þeir þá upp
i garðinn at honum, en Arnkell hljóp upp á heyit, ok varðist það-
an um hrfð; en þó urðu þær málalyktir, at Arnkell féll, ok huldu
þeir hann í garðinum með heyi“. Hér segir, at teknir vóru garð-
setar á heyinu == að tekið var af veggsetunum; þetta var þó ekki
neitt skilyrði fyrir neinu vissu atriði í viðburðinum, sem nauðsyn
bar til að skýra frá, að þvf er sést; tilbúningr er ekki líklegt það
sé, þvf frásögnina gat þetta ekki prýtt, enn frá þessu er sagt, af
því það hefir verið og fylgt hinni upprunalegu frásögn. í annan
máta segir ritari sögunnar, að þess sé ekki getið, að þeir hafi
hafzt nein orð við; hér í liggr, að hann álítr, að það hefði þó vel
getað verið, sem og er rétt, þvi þess er oft getið við slíka atburði.
þ>að gerði og söguna fróðlegri, t. d. í Gíslas. Súrssonar bls. 68,
og seinni s. bls. 155; hér kemr þvi fram það mótsetta; söguritar-
inn sýnist ekki vilja segja frá öðru enn því, sem hann hafði heyrt,
eða búa neitt til, jafnvel þó það gerði söguna skemtilegri. Enn
segir, að sleðameiðrinn brotnaði i fjötrarraufinni, og að annarhlutr-
inn hraut út af garðinum, og sýnir það nákvæmni f frásögninni, þó
lítið sé; þau smáu atriði í sögum vorum sanna oft ekki hvað
minst. Lýsing á Arnkeli er þessi: „Var hann öllum mönnum mjök
harmdauði, þvfat hann hefir verit allra manna bezt at sér um alla
hluti f fornum sið, ok manna vitrastr, vel skapi farinn, hjartaprúðr, ok
hverjum manni djarfari, einarðr ok allvel stilltr; hafði hann okjafn-
an inn hærra hlut í málaferlum, við hverja sem skifta var; fékk
hann af þvf öfundsamt, sem nú kom fram“. |>essi lýsing er í