Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 121
121
miðjum dalnum, kippkorn fyrir norðan Hofs-mela svo nefnda, og
hefir áin þá runnið beggja vegna fyrir austan það og vestan, sem
enn má glögt sjá, og hinir fornu farvegir eru glöggvir og víða
hvar vatnspyttir og síki, er áðr hafa verið hyljir í ánni. Nú fellr
áin þvert í gegn um land þetta eða Eyjarengið. Eystri hlutinn liggr
undir Undornfell, enn vestri hlutinn undir Hof og Bakka. Hefir
alt verið stórt engi. J>etta er svo sannsýnilegt, þar eð ekkert ann-
að engi er til, er Hofi hafi getað fylgt, þar sem myndast hafi ey
af ánni. J>etta sagði Benedikt Blöndal mér og eftirlét mér upp-
drátt af öllu því svæði. í jarðabók Á. M. er Bakkaey eignuðUnd-
ornfelli sem itak, og mun þar meint hið forna Eyjarengi hálft,
fremr enn nes það, er liggr fyrir vestan Eyjarhóla og nú er nefnt
Bakkaey, enda liggr það svo við, að það sýnist verða að heyra til
Bakka, nema að lögum væri frá komið.
Ljótunnaikinn er eigi nefnd í fornritunum, enn lítið sunnar
enn á móts við Hof, vestan ár, er melhæð allmikil, sem öll er grasi
vaxin að sunnanverðu, og er þar grasbrekka fögr. Húnernúköll-
uð Ljótunnarkinn J>ar er girðing, er vera mun nálægt 5 dagslátt-
ur að ummáli, mjög fornleg. J>ar innan i eru 3 tóftir. Ein tóftin,
sem er 30—32 fet á lengd og svo sem 8—9 fet á breidd, virðist
vera skálatóft eða bœjarhús, og er brött brekka niðr frá. Tóftin
snýr í austr og vestr, og hafa dyr verið á suðrhlið nær vestra gafl-
hlaði. Kumbaldi nokkur hefir gengið út úr norðrhlið nær austrenda.
|>á er önnur tóft hér um bil þriðjungi styttri, litlu vestar, er snýr
i norðr og suðr. Vestrveggrinn er óglöggr og þar munu dyr ver-
ið hafa. Ekki löngu vestar, niðr frá tóftum þessum, skamt frá
hinni síðarnefndu, er tóftarkurnbaldi lítill, mjög útflattr, og er djúp
lægð ofan i miðju tóftarinnar. f>etta kœmi mjög vel heim við sög-
una, að hér hafi verið blóthús Ljótar í Oddaási (Vatnsd. bls. 42)l.
Dyr verða eigi ákveðnar. Oddads gat bœrinn hafa heitið af lög-
un hins áðrtalda mels, og hafi bœrinn Stóridss þá jafnvel verið
bygðr. Hér heita og Ljótunnarmelar, melhæð sú, er áðr er nefnd,
Ljótunnarsíki, er rennr fyrir neðan ofan i ána.
(jfróustaðir (Melab., ísl.s.2 i. 181; Forns. bls. 194) hafa verið
skamt fyrir utan Hof, eða Hofs-mela, undir hliðinni (sbr. Vatnsd.
bls. 58), og kemr þar sögn sögunnar alveg heim. f>ar sjást glögt
tóftir enn í dag.
Hof', höfuðból Ingimundar hins gamla og þeirra Vatnsdœla-
goða, stendr því nær í miðjum Vatnsdal, ef dalrinn er talinn frá
1) í sögunni er reyndar svo að orði kveðið: »þeir (0: Ingimundar
synir) sá hús standa lítið fyrir dyrum, og hlið í milli ok heimadyranna.
þorsteinn mælti: þetta mun vera blóthús.«
16