Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 101
101
Ad latus effigies speciosa conjugis astat,
Interior cujus promicat axe Poliil.
Yfir myndinni stendr til beggja hliða: „Pinxit 1661“. enn i miðj-
unni: ,,E. Taken fecit“.
Nr. 16. Innst á norðrvegg kórsins er mynd af Arna byskupi
fórarinssyni (1784—1787). Hán er að eins 13 þuml. á hæð og
iot/2 þuml. á breidd. Mynd þessi er teiknuð með kolkrít af Sæ-
mundi Magnússyni Hölm, er var prestr að Helgafelli 1789—1819
(f 1821), og er snildarlega vel gerð. Neðan undir myndinni stendr:
„Arnas Ihorarenzius, primum ecclesiarum Seltjernes: minister Anno
1769, et toparchice Kjalnes-. prœpositus Anno 1781. Deinde pastor
eccl. Oddensis eocT. anno 1781. Tandem episcopus dioeces. Holance
Anno 1784. Anno cetatis quadragesimo quarto“. Undir myndini
stendr í horninu: Hauniæ 1784. S. M. Holm“. Myndin er þannig
gerð sama árið og Árni var vigðr til byskups, rr.eðan hann dvald-
ist í Kaupmannahöfn. — Mynd þessi er með ramma í kring og
gleri yfir.
Nr. 17. Á miðjum kórveggnum að norðan er mynd af Grísla
byskupi Magnússyni (1755—1789). Hún er á hæð 1 al. 6'/2 þuml.
og á breidd 1 al. Hann er með parruk og pípukraga, í svartri
hempu, með líni fram undan ermunum og heldr á bók. Myndin
er brjóstmynd í fullri stœrð. Hún er mæta vel gerð, og sýnist
hann þar vera unglegr1. Myndin sýnist vera ‘restaureruð’, því að
hún er gljáandi, eins og hún hefði verið ‘ferniseruð’, enn utan með
öðrum megin sjást þó gamlar, gráar skellur.
Nr. 18. Vestast í kórnum að norðanverðu er mynd af Hallúóri
byskupi Brynjólfssyni (1746—1752). Hann hefir ljósleitt parruk,
pfpuhatt og svarta hempu. Myndin er vel gerð og lítt skemd, enda
sýnist hún hafa verið eitthvað fáguð upp.
Nr. 19. Á miðjum kórveggnum að sunnan er mynd af Sig-
lirði byskupi Stefánssyni (1789—1798). Hún er á hæð 1 al. 3T/2.
þuml., enn á breidd 22 þuml. þ>etta er brjóstmynd f fullri stœrð,
og er hún fremr ungleg2. Búningrinn er sem á hinum myndunum.
Myndin er enn óskemd.
Nr. 20. Vestast á suðrvegg kórsins er mynd af Steini bysk-
upi Jónssyni (1711 —1739)- Hún er 1 al. 2 þuml. á hæð og nT/g
þuml. á breidd. Hann er með parruk, enn að öðru leyti í sams
konar búningi og hinir byskuparnir, og heidr á bók. Yfir mynd-
inni stendr: „Mag. Stehno Joneus episcopus Holensis anno ætatis
1) Hann hafði þrjá um fertugt, er hann vígðist til byskups.
2) Hann var vígðr til byskups hálffimtugr.