Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 62
6 2
hóll í laut, sem heitir Lúnanslióll; hann sýndist mér þó ekki lík
legr til að vera dys: ætlaði eg þó að grafa í hann, enn fékk enga
menn til, því að fólk var alt á engjum, enda vóru þar einyrkjar.
Varð eg þvi að sleppa því. Fór ofan að Snjallsteinshöfða, sem
stendr miklu neðar, austr við Rangá. Framan á höfðanum, fyrir
austan bœinn, stendr hinn alkunni steinn með bandrúninni og grjót
í kring; þó er það mest smásteinar, enn þó sumir stórir, einkum
þar nálægt. Frá höfðanum er þó undirlendi og fram að ánni.
Eg fekk mér tvo menn og verkfœri til að grafa; ieizt þó ekki á
þessa dys og sagði enda, að hér mundi ekkert finnast; lét eg grafa
þverskurð inn að steininum og inn undir hann; hreinsaði alt í burt
og hugði þar að nákvæmlega, enn þar var ekkert annað en klöpp-
in undir öllu saman, og steinninn stóð á henni. par getr því ekki
hafa verið dys, enda sáust ekki mannaverk á neinu. Steinninn er
um 2 ál. á hvern veg, enn ólögulegr. Rúnin er klöppuð á hlið-
inni að austanverðu. Að vestan var minna grjót, enn ekki manna-
verk. Varð eg því að hœtta. Fór eg ofan að Árbœ um kveldið
seint; það er efsti bœr í Holtum, austr við Rangá; var þar um
nóttina.
Laugard. 8. sept. reið eg ofan Holt og út að Sandhólaferju;
enn á sunnnd. 9. sept. fór eg yfir f>jórsá. Fór eg síðan upp að
Haugavaði að gamni mínu; virti fyrir mér þann stað, og þekti
aftr staðina, þar sem lfkin höfðu legið, og steinana, sem eg hafði
látið liggja, í sama stað á berginu. Á milli tveggja syðstu haug-
anna eru um tveir faðmar, og frá haugnum sem er nær vatninu og
að hinum austasta, þeim megin við götuna, eru um 14 faðmar, og
aftr frá þeim haug og að haug Hrafns þ>orviðarsonar, hinum meg-
in við götuna, eru um 16—18 faðmar. þ>ess munu lengi sjást
merki, að haugarnir hafa verið grafnir út. Síðan fór eg út á Eyr-
arbakka.
Mánud. 10. sept. fór eg af Eyrarbakka og kom heim i Reykja-
vík seint um kveldið. Var þá lokið þeirri rannsóknarferð
minni.