Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 62
6 2 hóll í laut, sem heitir Lúnanslióll; hann sýndist mér þó ekki lík legr til að vera dys: ætlaði eg þó að grafa í hann, enn fékk enga menn til, því að fólk var alt á engjum, enda vóru þar einyrkjar. Varð eg þvi að sleppa því. Fór ofan að Snjallsteinshöfða, sem stendr miklu neðar, austr við Rangá. Framan á höfðanum, fyrir austan bœinn, stendr hinn alkunni steinn með bandrúninni og grjót í kring; þó er það mest smásteinar, enn þó sumir stórir, einkum þar nálægt. Frá höfðanum er þó undirlendi og fram að ánni. Eg fekk mér tvo menn og verkfœri til að grafa; ieizt þó ekki á þessa dys og sagði enda, að hér mundi ekkert finnast; lét eg grafa þverskurð inn að steininum og inn undir hann; hreinsaði alt í burt og hugði þar að nákvæmlega, enn þar var ekkert annað en klöpp- in undir öllu saman, og steinninn stóð á henni. par getr því ekki hafa verið dys, enda sáust ekki mannaverk á neinu. Steinninn er um 2 ál. á hvern veg, enn ólögulegr. Rúnin er klöppuð á hlið- inni að austanverðu. Að vestan var minna grjót, enn ekki manna- verk. Varð eg því að hœtta. Fór eg ofan að Árbœ um kveldið seint; það er efsti bœr í Holtum, austr við Rangá; var þar um nóttina. Laugard. 8. sept. reið eg ofan Holt og út að Sandhólaferju; enn á sunnnd. 9. sept. fór eg yfir f>jórsá. Fór eg síðan upp að Haugavaði að gamni mínu; virti fyrir mér þann stað, og þekti aftr staðina, þar sem lfkin höfðu legið, og steinana, sem eg hafði látið liggja, í sama stað á berginu. Á milli tveggja syðstu haug- anna eru um tveir faðmar, og frá haugnum sem er nær vatninu og að hinum austasta, þeim megin við götuna, eru um 14 faðmar, og aftr frá þeim haug og að haug Hrafns þ>orviðarsonar, hinum meg- in við götuna, eru um 16—18 faðmar. þ>ess munu lengi sjást merki, að haugarnir hafa verið grafnir út. Síðan fór eg út á Eyr- arbakka. Mánud. 10. sept. fór eg af Eyrarbakka og kom heim i Reykja- vík seint um kveldið. Var þá lokið þeirri rannsóknarferð minni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.