Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 97
97
lagi sem það er vanalega sýnt á gömlum myndum. Krists-mynd-
in sjálf er 3 áln. á hæð og að öllu leyti fullkomlega samsvarandi.
fetta er því mjög stórkostlegt til að sjá. Myndin er úr tré, enn
gipsuð og máluð að utan. Likaminn er með holdslit, enn orðinn
bleikr, með fram af því að hann er mjög óhreinn. Um mittið er
hnýtt grœnni blæju, og eru þær klæðafellingar mjög svo eðlileg-
ar. Kristr er með þyrnikórónuna og er þegar andaðr. Undan
þyrnikórónunni, úr síðusárinu og úr naglaförunum, streymir blóðið,
og á andlitslitnum sést, hvernig dauði hefir fœrzt yfir andlitið.
Mannlíkanið er að öllu leyti svo náttúrlegt, að jafnvel stutt til að
sjá er eigi hœgt að sjá annað, enn að þar sé maðr í andarslitrun-
um. J>annig eru vöðvar, sinar og æðar mjög eðlilega sýnt, og
krossmarkið hefir haft svo mikil áhrif, að kvenfólk, er hefir litið
það í fyrsta sinn, hefir hnigið í ómegin, og eina sögu heyrði eg
hér á staðnum, sem er sönn, að karlmaðr einn, sem þó var eigi
lingerr, féll í ómegin, er hann í fyrsta sinn kom i kirkjuna og leit
krossmarkið. Slík áhrif hafði þessi listasmíð á hann.
Nr. 9. Róðultross annar yfir framdyrum kirkjunnar að innan.
Sjálfr er krossinn um 2 áln. á hæð. Yfir krossinum er kóróna,
gylt, og úti á örmum krossins eru gyltar doppur. f>etta er þó
farið að fölna. 7t>fí/5'-myndin sjálf er um 1 al. á hæð. Líkaminn
ber holdslit, en er orðinn nokkuð bleikr og óhreinn. Undir kross-
inum eru Jóhannes og Maria(?). Jóhannes hefir pipukraga um
hálsinn og heldr á bók; enn María hefir blæju yfir höfðinu. J>ess-
ar 2 myndir eru samt engan veginn góðar. J>ar í mót er Krists-
myndin að mörgu leyti náttúrleg, hvað bein og sinar snertir, enn
þó virðist mér hún engan veginn komast í samjöfnuð við hina miklu
róðu (nr. 8.). Yfir krossinum er hin vanalega yfirskrift, og á þver-
trénu stendr: „Ef nockurn þirster, kome hann til mín og drecke,
Joh. cap. 7.“ Neðan undir myndunum stendr með gyltum latínu-
stöfum: „H E T H S“ og „JGT‘. Má vera, að myndir þær, sem
undir krossinum standa, séu af öðrum enn Jóhannesi og Maríu, og
að stafirnir undir þeim tákni nöfn þeirra.
Nr. 10. Sltírnarfontr, merkrgripr. Hann er 1 al. 3T/2 þuml.
að þvermáli að ofan. Hæð hans er 13V2 þuml. Að innan er dýpt
hans 12 þuml. Fótr var hlaðinn undir skírnarfontinn, og tek eg
hann ekki til greina, heldr tala að eins um skálina. Ofan á skál-
arbörmunum stendr með upphleyptu gotnesku letri: „Leifid Börn-
unum til Myn Að Koma Og Ban(n)id p(ei)m pad eigi pui adpuilykra
er Guds-Ryke Matt. 19.“ Að utan er skírnarfontrinn allr með
mannamyndum, rósum og letri, og er það alt upphleypt. Rósirn-
ar eru i nokkurs konar ,rokokkó'-stíl. Innan í rósunum er fyrst
fœðingin. þ>ar er sýnd María og Jósef og vitringarnir, og heldr
13