Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 5
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
9
Á framhliðinni gengur það út frá einhverju, sem líkist palli með bý-
kúpu ofan á, og myndar fléttu til beggja hliða. í stærstu lykkjunni,
sem verður öðrum megin við miðju, er konumynd, snýr andlitið
fram, og hinum megin er mynd af karlmanni, séð frá hlið. Á lokinu
gengur fléttan einnig út frá einhverju, sem hlaðið er hverju ofan á
annað; þar eru aðeins bönd, sem skera hvert annað og mynda lykkj-
ur. Böndin enda hér í eins konar kólfum með „bátaskurði" í. Bak-
hliðin hefur aftur líka upphleðslu á miðjunni, með bandfléttum út
til beggja hliða. Tvö bönd enda í eins konar uppréttu, klukkumynd-
uðu blómi. í einni lykkjunni til vinstri er karlmannsmynd, séð
frá hlið, til hægri standandi fugl. Á öðrum gaflinum er valhnútur,
nánast dreginn með djúpum línum, utan með er útfylling af einföld-
um „snúnum böndum“ og í miðjuna innskorið Ano. Á hinum gafl-
inum er einnig valhnútur, lágt upphleyptur, og í hann fléttað bandi,
sem myndar ferhyrning. Valhnúturinn snýr hornum upp og niður
og út til hliða. Á miðjuna er innskorið ártal. — Valhnútarnir eru
bezt skornir, hitt verkar fremur klunnalegt.
4. Ártal: 1772.
5. Áletrun: Ofannefnt Ano, auk þess er innskorið innan á lokið:
G Sþ D
Þ I D A .
og neðan á botninn: G
6. L: Fengið frá Forngripasafninu í Reykjavík 23. 11. 1882, í
skiptum fyrir nr. 35.060.
1. 38.860. Kistill úr furu (MÞ: Efni greni.), negldur saman með
trétöppum, látúnshjarir, læsing (biluð). Okar eru undir endunum á
lokinu við gaflana. L. (loksins) 38, br. 19.5, h. 15.5.
2. Sprunginn og nokkuð gisinn; skráin og skráarlaufið hefur
verið tekið af. Bakhliðin er viðgerð með lista, sem festur er á hana
að ofan, og hafa hjarirnar þá verið færðar til. Leifar af rauðleitri
málningu yzt á grunninum (kringum upphleypta útskurðinn) ?
4.Á.g.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Upphleyptir bókstafir og
skrautverk, um 2 mm að hæð. Á framhliðinni er samhverft stöngul-
skrautverk út frá lóðréttri miðlínu: Tveir teinungsbútar fléttast
hvor í annan og mynda brugðning. Stönglarnir eru allt að 1 sm breið-
ir, flatir að ofan, með innri útlínum. Þverbönd, lögð í vinkil, þar sem
greinar skiljast. Allar greinar enda með blöðum, dálítið mismunandi