Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að lögun, flest samanstanda af fleiri flipum, sum þeirra fá einkenni-
legt útlit af hinum löngu, stöngulkenndu flipum, sem beygjast „aftur-
ábak“. Á lokinu eru bylgjuteinungar meðfram báðum köntunum. Sá
fremri heldur áfram frá einni hlið til annarrar án nokkurs ákveðins
staðar, þar sem hægt er að segja að hann byrji. Hann er ólíkur
skrautinu á framhliðinni að því leyti, að stöngullinn er mjórri og
mjóstur alls staðar, þar sem greinar koma út, en breikkar svo smám
saman. Hinn teinungurinn er eiginlega tveir, sem ganga út frá munn-
inum á dýrsgrímu í miðjunni; í aðalatriðum eru þeir samhverfir. Á
miðfletinum eru latneskir bókstafir með láréttu bandi brugðnu í
gegnum. Bakhliðin hefur bylgjuteinung, sem samanstendur af þrem-
ur „krókum“ með láréttu bandi brugðnu í gegnum. Stöngulbreiddin
er rúmlega 1 sm. Á öðrum gaflinum er hundur(?) í teinungaverki.
Upphleypti skurðurinn er flatur að ofan og lítið útfærður. Stöngul-
breiddin er um 8 mm. Á hinum gaflinum er maður, séður frá hlið.
Hann er í hnésíðum frakka, með hatt og sítt hár, hann heldur staf
upp á móti hundi, sem stendur á afturfótunum; í kringum þá er
jurtaskraut, tveir hvolpar(?), sem bíta hvor annan, og undarleg
gríma. Það upphleypta hefur að nokkru leyti afsneiddar brúnir. —
Skemmtilegt verk og vel gert.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stafirnir á lokinu: ÞORVNOLAFSd (N er öfugt).
6. L: Fil. kand. R. Arpi keypti 8. 12. 1883. Uppsalir.
8. Afbildningar, pl. 16, fig. 74, 75, 76, 77. Peasant Art, fig. 1.
1. 38.861. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Okar eru
undir endum loksins, við gaflana. Á þeim eru göt fyrir tappahjörur.
L. (loksins) 33.8, br. 21.4, h. 19.
2. Stór sprunga á botninum. Lokið slitið að ofan. Að öðru leyti
óskemmdur. Ómálaður. 21. mynd. 5.Á.y.
3. Utskurður á loki, hliðum og göflum. Jurtaskrautverk með upp-
hleyptri verkan, flatt að ofan, skorið allt að 5 mm djúpt niður. Undir-
stöðuatriði hin sömu á öllum flötunum, en munstrin ólík. Hinir venju-
legu stönglar eru allt að 2.5 sm breiðir, með innri útlínum. Annars
eru þeir skreyttir með litlum, þríhyrndum, oddmynduðum skurðum
og þverböndum, þar sem greinar skiljast (koma líka annars staðar
fyrir). Vafningarnir geta endað í „kringlu", sem oft er rúðustrikuð,
eða í heilum blaðskúf. Blöðin eru frammjó eða „kólfmynduð", prýdd
með ýmiss konar skurðum, við sum er skorið hallfleytt niður með