Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 19
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
23
um á aftari kant loksins. Fremri kantur loksins (ekki áfestur) grípur
dálítið niður á framhliðina. L. (loksins) 58, br. 28, h. 22.5.
2. Sprungur, þar af ein talsvert stór á lokinu. Annar okinn á því
er nýr, festur með járnnöglum. Göt eru eftir skrá og hjarir. Á hand-
raðann vantar hliðina og lokið. Tvo umgerðarlista vantar undir botn-
inn. Á lokið vantar og einn lista. Flísar eru brotnar af hér og þar.
Ef til vill sjást leifar af dökkri málningu. Leifar af rauðri málningu
eru á efri köntum hliðanna. 24. mynd. 73.A.a.
3. Upphleynt jurtaskrautverk á loki, hliðum og göflum, allt að
1 sm hátt. Nánasc stönglaskrautverk með vafningum, er nálgast að
2b. mynd.
vera undnmgar. Annar helmingur á stönglunum er innhvelfdur (kon-
kav); blöð meðfram þeim með sams konar dældum, annars nokkrir
mjög smágerðir, mjóir blaðflipar með innskurði eftir miðjunni. Á
miðju lokinu er útsprungið blóm innan í hring. Á göflunum ganga
stönglarnir út frá krukku með tveimur láréttum perluröðum í. Á bak-
hliðinni eru tvö „holuð“ blöð, hvert með einni kringskorinni perlu í.
Munstrin eru ólík, en á öllum flötunum er niðurröðunin samhverf um
lóðrétta miðlínu. Stöngulbreiddin er allt að 2 sm. — Mjög fínt verk.
(Minnir töluvert á brjóskbarokk.)
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur hjá A. Feddersen 1888, Kaupmannahöfn.
1. 59.797. Kistill úr furu, hliðarnar festar með trétöppum (og
síðar með járnnöglum), botninn (nýr?) festur á með járnnöglum.