Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 21
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
25
in er krukka, sem mjóar greinar með blaðverki ganga upp og út frá.
Er það samhverft. Hæð yfir grunnflöt 3-4 mm. Stönglarnir eru
2-3 mm breiðir. Á hvorn gafl er fest nokkru þróttmeira skrautverk.
Vinstra megin er hjarta, sem sendir út frá sér stöngla (sem skera
hverjir aðra) með vafningum og blöðum. Til hægri er aftur krukka.
Hæð skrautverksins er allt að 8-9 mm. Stönglar og blöð eru með af-
sneiddum köntum, svo að þau fá kamb eftir miðjunni. Á framhlið-
inni er í innri umgerð innskorið Anno og rómverskar tölur. — Fallegt
verk, gert af kunnáttu. (Ábyggilega eftir Hallgrím Jónsson „bíld-
höggvara“.)
4. Ártal: ANO. M:DCC:LV (þ. e. 1755).
5. Áletrun aðeins anno og ártal.
25. mynd.
6.----L: ísland. Akureyri. tír nágrenni Akureyrar (Norðurland).
------Keyptur hjá A. Feddersen 1888, Kaupmannahöfn.
1. 59.799. Fjögur stykki með útskornu skrautverki, líklega af
kistli; þrjú úr beyki, eitt úr eik. Tvö þeirra eru alveg eins (án
mannamynda, annað úr eik, hitt úr beyki). H. 14-14.5, br. (á öllum)
um 12, þ. 7 mm.
2. Á þeim tveimur, sem eru eins, eru nokkrar flísar brotnar af.
Hin tvö hafa nokkrar sprungur, og er annað spengt með stálvír. Tré-
tappar eru í þeim öllum, til að festa þau á? (eða leifar af typpum?).
Leifar af rauðri, grænni, svartri, blárri, hvítri og gulri málningu.
25. mynd. 5.Á.S.
3. Hvert stykki um sig er gagnskorið með jurtaskrautverki og