Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
myndum. Á þeim tveimur, sem eru eins, eru myndir aðeins af fugl-
um. Að öðru leyti er samhverf niðurröðun á blaðverki til beggja hliða
út frá hárri krukku. Stönglar eru með vafningum og blöðum, ofur-
lítið „holað“ í köntunum. Á hinum tveimur er karlmaður og kona,
sem snúa hvort á móti öðru, og blaðverk og fuglar. Á annarri mynd-
inni réttir konan eitthvað að manninum. Bak við hann, með höndina
á frakkalafi hans, er minni vera, aðeins höfuðið og efri hluti líkam-
ans sést. Ef til vill heldur neðri hlutinn áfram í stöngli, sem endar
með vafningi. Karlmaðurinn og konan á hinu stykkinu standa næst-
um því alveg í sömu stellingum. Hún heldur á klút í hendinni og hann
hendinni á mitti hennar. — Fínt verk, unnið af kunnáttu. (Líklega
eftir Hallgrím Jónsson ,,bíldhöggvara“.)
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Frú Húsavík (Norðurland). Keypt hjá adj. A. Feddersen í
Kaupmannahöfn 16. 6. 1888.
8. Peasant Art, fig. 50.
1. 64.949. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Merki
sjást eftir hjörur og skrá. L. 26, br. 15.5, h. 13.3.
2. Lokið vantar. Dálítið liðaður um samskeytin og sprunginn.
Leifar sjást af ljósri, blágrænni málningu. 74.A.V.
3. Útskurður á hliðunum og göflunum. Höfðaleturslínur allt í
kring meðfram köntunum að ofan og neðan. Milli þeirra hafa gafl-
arnir bandabrugðninga, samhliða (en ekki jafnstóra). Á framhlið-
inni er tvöfaldur teinungur, mjög lágt upphleyptur, og á bakhliðinni
einfaldur bylgjuteinungur, eins gerður. Stönglarnir eru um 5-9 mm
breiðir, flatir, með innri útlínum. Þverbönd eru þar, sem hliðar-
greinar skiljast frá. Böndin á göflunum hafa um það bil sömu breidd
sem stönglarnir. Hér er skorið nokkru dýpra niður, þar sem þau
skerast. — Mjög frumstætt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá 18. öldinni öndverðri.)
5. Áletrun: Höfðaleturslínurnar:
hliottu/frid/hia/him d/al/lud/'besta/auke
na/smid/og/haming/a st/aid./þig/sæmden
d/mesta/eg n/felsta
þess/bid/me dbshsþku
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes. 27. 11. 1888.
Nr. 3 í HS stærsta hf.:-----Á kistilinn vantar hið gamla lok og