Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 23
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
27
læsinguna; en sjá má, að á honum hafa verið kenghjörur.-------hefur
---líkast til verið trafakistill, fremur en peningakistill.---Ekki
veit eg sögu né uppruna kistilsins; eg eignaðist hann, í skiptum fyrir
annan, nýann, óbreyttann, þegar eg bjó á Jörfa, fyrir eitthvað 20
árum.
7. MÞ um áletrunina:--------Áletrun sú er fremur torlæsileg,------
aid (sic f. uid)----felsta (sic f. flesta) - dbshsþku (þ. e. D. B.
.son; feann skar þennan fcistil út (?)).----hefur skorið (?).
1. 6U.950. Kistill, hliðarnar úr beyki, gaflar úr eik og botn úr
furu, festur saman með trétöppum og (síðar) með járnnöglum og
látúnsnöglum með stórum hausum. Skrá úr járni. L. 54, br. 29.5,
h. 27.7.
2. Lokið vantar og efsta hluta bakhliðar. Kistillinn er mjög feysk-
inn og styrktur að innan með þykkri fjöl. Ný fjöl úr furu er sett í
botninn. Hinn upphaflegi botn er mjög ormétinn. Nokkrar sprungur
og flísar brotnar úr köntunum. Leifar sjást af dökkri málningu?
75.1.ad.
3. Útskurður á hliðum og göflum. Upphleypt jurtaskrautverk,
um 4 mm hátt (sums staðar skorið dýpra niður). Sams konar verk
alls staðar, en munstrin eru dálítið ólík. Á framhliðinni skýtur stöngl-
unum upp frá lítilli, ávalri „þúfu“ (krukku?), sem skreytt er með
nokkrum „holuðum“ perlum og ferhyrningum. Blaðmyndanirnar eru
f jölbreyttar og rómanskar, oftast eru fleiri flipar settir saman í skúfa.
Lögun blaðflipanna er breytileg, geta þeir verið sem lykkjur eða
krókar, heilir eða ,,holaðir“, með skorum eða með heilum kanti. Á
mörgum stöðum eru fleiri flipar lokaðir inni í stærra blaði. Stöngul-
breiddin er allt að 2 sm. Stönglarnir eru flatir að ofan með innri út-
línum og þverböndum, þar sem greinar skiljast frá. Alls staðar er
niðurröðunin samhverf um lóðrétta miðlínu. — Fallegt verk, eink-
um framhliðin.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Varla yngri en frá fyrri hluta 18. aldar;
getur vel verið frá 17. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888, Akranes.
Samkvæmt H er þetta nr. 41 í HS minnsta hf. Þar stendur: Kistill
stór, útskorinn, bólunegldur, (með nýrra, lélegu loki), hefur verið
pallkistill.
Sjálfsagt nr. 5 í HS stærsta hf.: Pallkistill í stærra lagi, er nú