Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um 1.5 sm breiðir. Útskurðurinn er eins á báðum hliðum og göflum.
Alls staðar er lóðréttur miðstofn og greinar, sem ganga samhverft
út til beggja hliða. Aðalgreinarnar vefjast upp og enda í stóru blaði
með þremur stórum, mjúklega sveigðum flipum, hver þeirra með
hallandi skurði frá annarri hliðim.. móti uppréttum kanti á hinni.
Minni greinar út /ið kantana enda í meira venjulegum, þríflipuðum
blöðum. sem hafa líka hallandi skurði niður. Stönglarnir hafa innri
26. myncl.
útlínur og slétt þverbönd, þar sem þeir skiptast. — Fremur grófur
útskurður.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá ofanverðri 18. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: Gjöf frá A. Feddersen 1891, Kaupmannahöfn.
1. 71.8U0. Kistill úr furu, geirnegldur, botninn festur á með tré-
töppum, hjörur og skrá úr látúni. Okar eru festir undir enda loksins
við gaflana. L. (loksins) 32.8, br. 23, h. 19.3.
2. Önnur hjaran og skráin biluð. Merki sjást eftir eldri hjörur.
Nokkrar flísar brotnar af köntunum, og smásprungur. Að öðru leyti
óskemmdur. Ómálaður. 26. mynd. 73.A.ad.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Alls staðar ganga höfða-
leturslínur meðfram köntunum að ofan og neðan, og innskorið jurta-