Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
festir undir enda loksins við gaflana. Merki sjást eftir hjörur og
skrá, skráarlauf úr járni. L. (loksins) 41.4, br. 20.5, h. 17.5.
2. Hjörur og skrá vantar. Okarnir undir lokinu eru nýir. Stór
sprunga er á botninum. Auk þess nokkrar minni sprungur. Rauðbrún
málning (,,bonder0dt“), talsvert slitin af og sést dökkgræn málning
undir. 74.A.ak.
3. Upphleyptur útskurður á lokinu, framhliðinni og báðum göfl-
unum, 2—3 mm hár. Jurtaskrautverk er á framhliðinni og göflunum.
Stönglarnir eru mest áberandi, þeir eru flatir og sléttir, hafa undn-
inga, litla, frammjóa blaðflipa og „lykkjublöð“. Á göflunum eru fá-
ein þverbönd. Stönglarnir eru breiðastir á framhliðinni, allt að 2 sm.
Þar og á öðrum gaflinum er niðurröðunin samhverf um lóðrétta mið-
línu. Á hinum gaflinum er gengið út frá vinstra horni að neðan. Ekki
mjög náttúrlegt, fyrst og fremst skrautverk. Á framhliðinni mynda
tveir af stönglunum hjarta á miðjuna, og tveir aðrir liggja samhliða
við þá og sameinast blaðskúfnum á aðalstönglinum. Á lokinu eru þrír
stórir latneskir skrifstafir, lágt upphleyptir á sama hátt og stöngl-
arnir. — Óaðfinnanlegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun: Stafirnir á lokinu víst H G D.
6. L: Keyptur hjá frú S. E. Magnússon 1892, Cambridge, Eng-
land.
1. 72.103. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum og látúns-
nöglum (síðar); lokið með koparhjörum og áfestum okum undir end-
unum við gaflana. L. (loksins) 27.1, br. 14, h. 11.6.
2. Talsvert sprunginn og gisinn. Hjörurnar brotnar, læsingar-
útbúnaðurinn horfinn. Ómálaður. 73.A.k.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Hliðarnar eru næstum því
alveg eins, hafa hvor um sig tvo hringa, sem myndaðir eru af tveim-
ur innskornum hringum, hvorum innan í öðrum, með skástrikum á
milli. í hvorum hring er skipaskurðarstjarna(sexblaðarós). Milli arm-
anna eru smá hálfhringar með laufaskornum kanti og kílskurði og
eins konar vinkilskurði í hverjum. Nokkrar innskornar bogalínur eru
á milli stóru hringanna. Gaflarnir eru einnig innbyrðis líkir. Einnig
hér er sexblaðarós innan í hring, en verkið er hér allt einfaldara.
Hringurinn er einfaldur, innskorinn. Hálfhringar með „vinkilskurði“
milli armanna. Tveir þeirra eru dregnir áfram út fyrir útlínu stóra
hringsins, svo að þeir verða heilir hringar. I hornunum eru inn-