Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 37
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
41
blað í hvorum skúf er líkt skreytt og kólfarnir. Á lokinu eru þrír
stórir skrifstafir, myndaðir af sams konar stönglum og blöðum og
þeim, sem eru á hliðunum. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stafirnir á lokinu: K I D.
6. L: Gjöf frá Bergi Thorberg amtmanni í Reykjavík fyrir meðal-
göngu R. Arpi 23. 11. 1882.
8. Afbildningar, pl. 16, nr. 81, 82, 83. Peasant Art, fig. 17.
1. 35.1^3. Stokkur úr beyki, botn úr furu, festur saman með tré-
töppum og með renniloki. L. 29.7, br. 13.5, h. 10.3.
2. Smáflísar brotnar af, að öðru leyti óskemmdur. Lokið fremur
langt í hlutfalli við stokkinn, hefur kannske ekki heyrt honum til
upprunalega? Ómálaður. 73.A.g.
3. Útskurður á lokinu, báðum hliðum og göflum. Lokið hefur lágt
upphleyptan bylgjuteinung, sem myndar óreglulegar beygjur og undn-
inga. Stönglarnir eru ofan til rúmlega 1 sm breiðir, með innri útlín-
um og þverböndum með krákustígsbekkjum, þar sem greinar skilj-
ast. Annars eru einfaldari þverbönd hér og þar. Allt saman verkar
það fremur óreglubundið og tilviljunarkennt. Við hliðina á teinungn-
um eru eins konar bókstafir, lágt upphleyptir, með innskorinni mið-
línu, tveir hvorum megin. Á annarri hliSinni eru þrjár höfðaleturs-
línur, upphleypt bönd með skástrikuðum bekkjum milli línanna og
lóðréttir krákustígsbekkir á báðum endum. Hin hliSin er eins að öðru
en því, að í staðinn fyrir höfðaleturslínuna í miðið er bylgjuteinung-
ur, lágt upphleyptur; uppvafin grein með „holuðum“ flipablöðum í
hverri beygju. Þverbönd eru yfir stönglana, þar sem greinar skipt-
ast. Annar gaflinn er með tveimur höfðaleturslínum og sams konar
teinungur milli þeirra. Á hinum gaflinum stendur Anno og ártal,
einnig lágt upphleypt. (A er latneskt, n-in höfðaletur og o er með
einhverju undarlegu krumsprangi.) Tölustafirnir eru með innri út-
línum, þverböndum og þríhyrndum stungum. — Fremur gott verk.
4. Ártal: 1769.
5. Áletrun. Stafirnir á lokinu eru víst: g e d a.
Höf ðaleturslínurnar: huör/sem/girnist
grafenn/stock/gi
æfu/hliote/besta/so
i/utualdra/meigi/ætid