Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
f lock/hia/einglum /
guds/til
giesta
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti 1882.
1. 35.1U. Stokkur úr beyki, botn úr eik, festur saman með tré-
töppum, með renniloki með dálitlu handfangi, sem gengur út fyrir
stokkinn. L. (stokksins) 31.5, h. 12.6, br. 16.5.
2. Dálítið sprunginn og lítilsháttar brotið af tveimur hornum
loksins. Að öðru leyti óskemmdur. Ómálaður. 28. mynd. 3.Á.ak.
Einnig 4.Á.h. og 59.A.k.
28. mynd.
3. Flatt upphleypt jurtaskrautverk skorið á lokið, báðar hliðar
og gafla. Laufaskurðarbekkur meðfram efra kanti og endum hlið-
anna og meðfram neðra kanti á öðrum gaflinum og efra kanti á hin-
um og meðfram endakanti við handfangið á lokinu. Jurtaskraut-
verkið er alls staðar myndað af teinungum og akantusblöðum. Stöngl-
arnir hafa að mestu leyti innri útlínur. Þeir eru mjóir við upptök sín,
en breikka smám saman. Blöðin eru strengjuð með tvöföldum, jafn-
hliða línum og hafa oft smábeygða skurði í kantana. Munstrið á lok-
inu er mjög samanfléttað, en stönglarnir ganga út frá sama punkti.
Á hliðunum eru reglulegir bylgjuteinungar með grunnt settum blöð-
um við upphafið. Á göflunum er skrautverkið einfaldara. Hinir ein-
stöku blaðflipar geta verið bæði frammjóir og ávalir, vefjast oft upp
í toppinn. Víða eru þverbönd og blaðskeiðar yfir stönglunum, þar