Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 41
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
45
4. Ártal: Á öðrum gaflinum
5. Áletrun. Á annarri hliðinni: GND. Á lokinu: GMD. Á hinni
hliðinni: IM. Á öðrum gaflinum: AN (líklega anno).
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti 1883.
1. 38.856. Stokkur úr óþekktri viðartegund, dálítið holóttri
(mahogny?), með ferköntuðum þverskurði. Stokkurinn er eintrján-
ingur, með renniloki; annar gaflinn tvöfaldur. Ytri helmingur hefur
verið laus (til að renna upp og niður sem renniloki), en er nú límdur
fastur. L. 17, br. 7.5, h. 6.7.
2. Brotið úr hornunum. Rennilokið slitið á báðum endum. Brotið
er ofan af litla „rennilokinu" á gaflinum. Ómálaður. 74.1.á.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á báðum hliðum eru lóð-
réttir kílskurðarbekkir. Á lokið og gaflana eru innskornar línur og
kílskurður, sem þannig er raðað, að hann myndar X. Eitt X er á
hvorum gafli og tvö á lokinu. Á lokinu eru þar að auki snúin bönd
við innri endann og fjórir innskornir latneskir bókstafir á þeim ytri,
tveir og tveir sitt hvorum megin við ,,naglarfarið“. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Sennilega frá 18. öld.)
5. Áletrun: SO DA.
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti 1883.
7. L:-------annar gaflinn hefur verið tvöfaldur, líklega vegna
læsingarinnar á lokinu.
1. 38.857. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr furu, með ferköntuð-
um þverskurði. Stokkurinn er eintrjáningur og hefur þrjú hólf. Sitt
rennilokið frá hvorum enda að ofan og þriðja rennilokið á miðri ann-
arri hliðinni. L. 24.5, br. 6.5, h. 6.5.
2. Nokkrar smásprungur. Flísar brotnar af hliðarlokinu. Ómál-
aður. 73.A.á.
3. Innskorið skrautverk á alla fleti. Ofan á lokunum eru reitir
með rúðustrikum, krákustígsbekkir með kílskurði og bátaskurði. Á
fletinum milli lokanna er samhverft j urtaskraut. Líkt skraut, en ekki
samhverft, kemur aftur á hliðarflötum beggja vegna við hliðarlokið.
Á því eru vinkillínur, sem mynda X, og kílskurður í fjórum þríhyrn-
ingum (sem fyllir út á milli armanna). Hin hliðin er skorin eins og
hliðarlokið, en með þremur X-um. Á göflunum sami útskurður með
einu X á hvorum. — Útskurðurinn fremur klunnalegur.